Föstudagur, 3. ágúst 2007
Elluspeki...
Hef undanfarið verið að rabba við Lovísu Longindale (Vestur-Íslenska konu) sem stundum er bara kölluð Ella. Það er ekki þessi Ella sem þú þekkir, heldur allt önnur Ella. Uppáhaldmaturinn hennar er Pa-ella og hún er svolítið flott gella, sérstaklega þegar hún hefur notað Wella... í heila hennar finnst ekki ein óvirk heila-sella og hún elskar að sprella... comme moi!
Lovísa eða Ella er nokkuð lífsreynd, kann á kalla, konur og börn. Konurnar eru að vísu langerfiðastar enda með mun flóknari heila en karlmenn......segir Ella. Ella heldur því fram að að konur séu margra gíra en karlmenn með einn gír.. en ef ég vitna beint í hana: "Men have only one drive..It´s not the fifth drive but the next".. Hún vildi ekki segja þetta nákvæmlega því hún er mjög vönd að virðingu sinni. Ella hefur verið einstaklega farsæl í lífinu og alltaf fengið það sem hún hefur óskað sér.
Athugasemdir
Mer list vel a Ellu!!!
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 10.8.2007 kl. 07:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.