Dagbókarnostalgía..

Kæra dagbók....

Svona byrjaði þetta alltaf einu sinni. Maður fór á "trúnó" við dagbókina sína. Var mjög dugleg að skrifa í gamla daga. Það borgar sig nú ekki að vera eins persónulegur hér og þar, þar sem þetta er "almenningsblogg" ..gaman að pæla í þessum nýju háttum. Einu sinni átti fólk bara leyndódagbók oní skúffu sem helst var innsigluð. Nú eru allir orðni "extrovert" og vilja lesa hvað hinir eru að hugsa. Jákvæð eða neikvæð þróun ? .. Þetta er nú ekki alveg það sama, en að vísu sé ég suma skrifa sín dýpstu leyndarmál og þrár inn á svona blogg. Unglingsstelpur í ástarsorg og drengi í sjálfsmorðshugleiðingum!  Vonandi ná þau að tappa aðeins af sér með að skrifa og láta aðra sjá.

 

Það er rigning og rok í dag, spennó - en í raun alltílagi þegar fólk er að vinna inni allan daginn.

Týpískur þriðjudagur, - vaknaði 3 sekúndum áður en klukkan hringdi.

Dagskrá þriðjudagsins:

8:30 - 16:30 Vinna  (Sigga á skrifstofunni á afmæli svo við fáum gúmmelaði köku)

17:00 - 18:00  Ganga með saumó

18:00 - 20:00 Þvo og þurrka þvott

20:00 - 23:00 Kvikmyndaklúbbur (ef næg mæting fæst)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband