Gengið í "góða veðrinu" ...

Nú eru að fara aftur í gang saumaklúbbsgöngurnar góðu!

Sylvía stjórnaði göngunni í dag. Ekki leist okkur á veðurhorfur, en þá er auðvitað bara að klæða sig vel! Planið var að mæta hjá Sylvíu kl. 17:00.  16:30 hringdi ég í hana og sagðist vera á leiðinni heim úr vinnunni - þyrfti bara að skipta um dress!  16:55 hringdi ég í hana að leggja af stað í Mosfellsbæinn, en áður en það var hafði ég þurft að glíma við "partýtjaldið" mitt sem hafði fokið yfir í garð nágrannakonunnar og var allt krambúlerað!

 .. Henti mér í Kórítexgallann og Converse skóna og út í bíl.  Mætti til Sylvíu og þar biðu Gunna, Unnur líka þolinmóðar yfir kaffibolla. Á borðum var líka, eins og góðra húsmæðra er siður, súkkulaðikaka og nýbakaðir skinkusnúðar. Þar sem mín er í "aðhaldi" þáði hún einungis kaffisopann til að fá koffein í æðar fyrir gönguna. Við sátum og töluðum aðeins um loforð vetrarins - nýja lífsháttu o.s.frv. og örlitið um rjóma. - 

Unnur fór að ókyrrast og lögðum við af stað um 17:30 og leiddi Sylvía okkur útum allt, sýndi okkur skemmtilegar gönguleiðir frá Grundartanga (ekki á Akranesi heldur Mosó).. Hesthús, Varmá, Álafosskvosina o.s.videre..  Gengum ágætan hring og vorum næstum villtar og hefðum eflaust gengið á Þingvelli ef Sylvía hefði ekki leitt okkur aftur heim. Við vorum með vindinn í fangið fyrri partinn en hann feykti okkur heim seinni part. Gengum eflaust um 6 km og vorum rúman klukkutíma. Aldrei slórað mikið þegar Unnur er annars vegar. Hún bauðst til að einkaþjálfa Gunnu!

Þegar til baka var komið leiddi Sylvía okkur í kringum húsið sitt og í allan sannleika um trjárækt. Váts hvað það er fjölbreytt úrval af gróðri hjá henni og bóndanum.  Minn garður er ca. 20 m2 og tekur 1 mínútu að skoða hann.

Mikið var rætt í göngunni .. ætlum allar hér eftir að versla hjá Essó og Gerast safnkortskonur af því Sveinn á 0.22% eða 37% eða 89%  í Esso eða eitthvað svoleiðis.  Ætlum í saumóferð til útlanda fljótlega - sem Gunna reddar. Ætlum að hafa matarklúbb, vínklúbb.Það vantar ekki hugmyndirnar hjá okkur .. spurning um framkvæmdir.

Áður en heim var haldið skoðuðum við nýjan "úr kassanum" BMW 330I minnir mig bíl Unnar. Formæka-og leðurklæddan.  Verð bara feimin að sjá svona flottan bíl!

Haldið heim á leið um kl. 18:45 .. - heitt bað og upphitaður Pad-Thai réttur í kvöldmat - fyrir einn - er ekki lífið dásamlegt ?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband