Just like a brother hvað ?....Magni og Storm

Ég var í heimsókn hjá Lottu systur í gær - svo ég sá Rock Star Supernova, þó ég færi heim eftir að allir væru búnir að flytja lögin sín. Mér fannst Toby eiginlega skemmtilegastur í gær, skemmtilegur karakter svona "Aussi".. og krúttlegt hvað hann var feiminn að vera ber að ofan eftir að hann var hættur að syngja.

Mér fannst athugasemdirnar við Storm frá hljómsveitinni niðrandi og ákveðin sexismi í því en hún svaraði vel fyrir sig. Dilana datt niður í áliti vegna viðtalsþáttana og hún er eiginlega leiðigjörn til lengdar. Ryan fer í taugarnar á mér - virkar fýlupúki. Lukas var fínn nema ballethreyfingarnar eru hálfskrítnar, hann er líka furðufugl. Patrice er eins og móttökuritari í 50% starfi á fasteignasölu í Texas og kemst ekki úr því hlutverki - nær ekki að vera Rokkleg, enda skilst mér að hún sé nú farin. Nú verður kepnnin erfið fyrir Magna.

Magni er mjög skemmtilegur söngvari, en ferlega fannst okkur atriðið með honum og Storm hallærislegt "in the Mansion" .. Stelpan er náttúrulega bara dóni að setjast svona í fangið á honum íklædd litlum kjól (með húfuna hans á kollinum) og ota sér að honum. Þegar hann kvartaði og sagði konuna sína ekki verða hrifna af að sjá svona atriðið í sjónvarpinu,  kommenteraði hún e-hvað um konuna hans og sagði svo sitja á honum "eins og bróðir"... hmmm... Hvernig heldur hún að samband bræðra sé ? Hann kannaðist ekki við að bræður sínir sætu svona í fanginu á sér - og var það gott svar. Hann fær stig fyrir það. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband