Föstudagur, 10. ágúst 2007
"Mann-fræði" Ellu...og frítt í strætó fyrir alla!
Minnst var á Ellu (öðru nafni Lovísu Longindale frá Vestur-Íslandi) í athugasemdunum í dag - en það er einstök tilviljun þar sem ég hitti hana einmitt í hádeginu og við fengum okkur að borða saman. Ella fékk sér rjómapasta með rækjum og rauðri papriku og drakk rauðvínsglas eða glös með. Ég fékk mér hrásalat mínus sósu og hrátt kaloríulaust vatn. Ella er svona gella sem er ekkert að pæla í því hvað aðrir segja um mataræði. Ekkert spelt-vesen á Ellu. Hún er flott kona. Ekki of mjó og ekki of feit. Hún er með sjálfstraustið (og þar af leiðandi sexappílið) í toppi og hvert sem við förum gjóa karlmennirnir (og sumar konur) á eftir henni augunum.
Ella segist hafa lært mest í "Há"skóla lífsins. Sérstaklega er hún vel að sér í mannfræði. Mannfræði Ellu á að vísu við karl-menn en ekki kven-menn. Til að verða fullnuma í karl-mannfræði þarf að stúdera í ca. eitt ár en kven-mannfræði tekur 7 ár. (7 er óendanleg tala í Gyðingdómi) Hún er svakalega hneyksluð á því að það skuli ekki bara allir nemendur á Íslandi (líka þeir sem eru í skóla lífsins) fá frítt í strætó. Bara vesen, kostnaður og utanumhald ef sumir fái frítt og aðrir ekki!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.