Ráðist á rjúpu.. fyrir 10 mín. síðan.

Sit hér í svitabaði.. úfff ..allar morðsögur sem ég hafði heyrt um ævina fóru eins og eldur í sinu um huga mér á síðustu 5 mínútum! Sat uppí rúmi með labtoppinn og skoðaði WebCt þegar, án nokkurs vafa heyrði ég í skruðningum á neðri hæðinni. Engin lifandi vera átti að vera heima - en það var verið að færa e-hvað til niðri. Ég hugsaði og hugsaði og bölvaði sjálfri mér í hljóði fyrir að vera ekki með hamar eða bana 1 (flugnasprey) til að úða á helv.. þjófinn sem dirfðist að koma inn til mín. Kallaði niður og kveikti og hljóðið hætti. Úff.. hvað átti ég að gera. Stillti á 112 á gemsanum, sem var sem betur fer í minni hendi. Hljóp og læsti millihurðinni ef banamaður minn feldi sig í kjallaranum.

Nú voru góð ráð dýr og ég leitaði að vopni og ýtti svo hurðinni upp á gátt inn á bað hugsandi um Psycho Hitchcocks með tilheyrandi tónum, en leitaði svo að inngönguleið hins íslenska Bates. Sá að stofuglugginn var opinn - en ekki svo stórt gat að maður kæmist þar inn - leit út í garð og þar stóð svartur og stór köttur og horfði sakleysislegum augum en þó biðjandi á mig. Fór að leggja saman 2 og 2 og fékk út kött og sá þá að uppstoppaða rjúpan hans Tobba, sem hann skaut 5 ára eða e-hvað álíka með föður sínum hafði færst til í glugganum.

Kettinum hafði þótt rjúpan girnileg og hafði reynt að narta í hana, því einhverjar fjaðrir voru í glugganum og hún var blaut viðkomu. Úfffff.. þvílíkt adrenalín að finnast einhver hafa verið að þvælast inni hjá manni!  Er enn að ná mér niður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband