Þriðjudagur, 21. ágúst 2007
Ég vil stórt jólatré! ...
Mig dreymdi jólatré í nótt. Held það sé fyrir góðu. Fyrst lítið jólatré og þá fór ég í fýlu en svo breyttist það í stórt jólatré sem eiginlega þarfnaðist húsnæðis með tvöfaldri lofthæð. Ella (frá Vestur-Íslandi og sú sem veit allt) túlkaði þetta að ég myndi eignast hús með tvöfaldri lofthæð eða jafnvel sumarbústað með tvöfaldri lofthæð áður en langt um liði! Það eru sko svo oft barrtré í kringum sumarhús. Hún er ótrúlega klár að spá í drauma. Mig dreymdi líka að ég ætti íbúð á Laugavegi sem ég hefði hreinlega gleymt! hehe.. já fyrr má nú aldeilis fyrrvera gleymskan. Ella túlkaði það líka sem eitthvað óvænt og gleðilegt. Held að ég sé bara að fara detta í lukkupottinn, þ.e.a.s. ef ég er ekki nú þegar í honum með alla þessa gleði í kringum mig.
Á morgun á bekkurinn minn að flytja ljóð, þ.e.a.s. bekkurinn sem ég er að kenna. Þau er í einu orði sagt ,,yndisleg" ..og búin að búa til bloggsíðu www.blog.central.is/dbekkur þar heldur ung stúlka - Ragga - utan um taumana og lætur bekkinn vita hvað á að læra heima, hvað er framundan o.s.frv. Kannski flytur einhver ljóð um týnda íbúð á Laugavegi eða um stórt jólatré alveg eins og ég vil, hver veit ?
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.