Þriðjudagur, 12. september 2006
Fallegur dagur..
Í dag skín sólin aftur, eftir rok og rigningu undanfarið. 12. september er yfirleitt mun betri en 11. september af einhverjum ástæðum. Þvotturinn minn fauk út um víðan völl í síðustu viku, garðhúsgögnin líka, en þarf að fara að pakka þeim fyrir veturinn.
Nú fer að líða að Magnakosningu enn á ný. Væri yndislegt ef þjóðin gæti sameinast um fleira en Silvíu Nótt og Magna. Það var jú flott hvað margir "gengu til góðs" fyrir Rauða Krossinn. Meira að segja skvísan mín hún Vala gekk til góðs. Hún fer nú að breytast í dýrling með þessu áframhaldi.. hehe
Að vísu er ég svolítið stolt af öllum börnunum mínum þremur og hef verið einstaklega lánsöm. Tvíburarnir að verða 20 eftir 13 daga, Eva orðin 25 og engin undangengin unglingavandamál, vímuefnavandamál eða "whatsoever" .. Mig langar svolítið að skrifa bók um samband mitt við krakkana. hehe.. mig langar að skrifa bók um allt.
Ég heyrði einu sinni fyrirlestur þar sem talað var um að við þurfum í raun að vera jafn vakandi yfir börnunum okkar þegar þau eru unglingar og þegar þau eru ungabörn. Ég er svo innilega sammála því. Svo er mikilvægt að hlusta á hvað þau eru að segja til að skilja þau. Leyfa þeim að tala og gefa þeim TÍMA og eyra til að hlusta. Jæja, nú eru það unglingarnir mínir í skólanum sem bíða eftir að ég hlusti á þau, svo það er ein gott að koma sér til vinnu!
Set hér inn myndir úr afmæli Evu Lindar.... 2. sept sl.
GO MAGNI! :)
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 08:22 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.