Föstudagur, 21. september 2007
Af hverju vilja trúlausir gifta sig í Guðshúsi ?
Heyrði frétt í gær í útvarpinu um það að Siðmennt byði upp á giftingar í Fríkirkjunni.
Auglýsi eftir góðum svörum. Samstarfsmaður minn var með eitt svar og var það að fólk vildi halda í hefðina. Kirkjuhúsið hefði annað gildi fyrir trúlausa, efahyggjumenn og húmanista en þá sem trúa. Er það málið ?
Erum við kannski að gera lítið úr Guðshúsi með því að bjóða upp á Guðlausar giftingar þar ? Bara að pæla.
Flokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:56 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Færsluflokkar
Tenglar
Bloggarar
Ýmsir sem blogga líka
Eva, Vala, Tobbi
Börnin mín þrjú - Öll stór ekkert smátt!
- Eva sæta, dóttir og djammari Eva og vinkonur blogga
- Fyrirsætan Vala í Gululínunni
Barnasíður
Börn vina og ættingja
- Ömmustrákur Ísak Máni ömmustrákur
- Ísold og Rósa
Bloggvinir
- johannavala
- lottarm
- sunnadora
- roslin
- amman
- jodua
- jenfo
- hross
- iaprag
- asthildurcesil
- biddam
- jonaa
- laufeywaage
- rutlaskutla
- liljabolla
- tigercopper
- rannveigh
- ringarinn
- skordalsbrynja
- lillagud
- lehamzdr
- ingibjorgelsa
- fjola
- danielhaukur
- gunnarggg
- ingibjorg-margret
- baenamaer
- zeriaph
- siggith
- thoragud
- arnisvanur
- orri
- geislinn
- sigrg
- svavaralfred
- toshiki
- vonin
- beggagudmunds
- ffreykjavik
- jevbmaack
- jakobk
- hallarut
- heidathord
- dapur
- goldenwings
- konukind
- aevark
- brandarar
- grumpa
- ingabaldurs
- joninaros
- gudni-is
- kaffi
- olafurfa
- alexm
- hlynurh
- krossgata
- joklasol
- liso
- malacai
- iador
- sigurdursig
- prakkarinn
- skolli
- photo
- robertthorh
- velur
- steinibriem
- perlaoghvolparnir
- veravakandi
- sms
- thordis
- svarthamar
- salvor
- konur
- vga
- vonflankenstein
- vefritid
- adhdblogg
- audurproppe
- bailey
- baldurkr
- bjarnihardar
- gattin
- bryndiseva
- cakedecoideas
- draumur
- skulablogg
- drum
- himmalingur
- holmfridurge
- h-flokkurinn
- ktomm
- katrinsnaeholm
- olimikka
- rafnhelgason
- rosaadalsteinsdottir
- sigurbjorns
- hebron
- saedishaf
- zordis
- thj41
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Persónulega hef ég aldrei fundið neina þörf til þess að gifta mig, skiptir mig engu máli; finnst það bara hálf fáránlegt að vera að standa í slíku.
Það getur svo sem verið að einhver réttindi tapist eins og við fráfall maka en það er hlutur sem þarf að breyta(Ef svo er)
Margir sækja náttúrulega í brúðkaupsgjafir svona svbipað og með fermingagjafir, þetta er tálbeitan mikla
Ætti að nægja að skrá sig í sambuð upp á þessi réttindi og svo getur mar náttúrulega haldið partý eða farið eitthvað saman að gamna sér
Annað er bara rugl og þvingun í eitthvað hjólfar
DoctorE (IP-tala skráð) 21.9.2007 kl. 10:06
Erfðarétturinn tengist hjónabandinu. Það er víst ekki hægt að semja um neitt sambærilegt sem er býsna hallærislegt að mér finnst. Veit um fólk sem hefur gift sig vegna réttarstöðu en ekki vegna þess að það þráði þessa sameiningu sem gifting hefur í för með sér ,,for better or worse.." Ég er ekki búin að ákveða mig hvort ég vil gifta mig aftur, hehe.. hef verið gift einu sinni, trúlofuð tvisvar.. hvort ég vil gifta mig aftur kemur í ljós við næsta bónorð!
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 22.9.2007 kl. 13:46
Matthías Ásgeirsson, 23.9.2007 kl. 23:55
Takk fyrir ábendinguna Matthías. Orðalagið ekki nægilega skýrt hjá mér, enda heyrði ég fréttina á hamstursbrettinu í ræktinni og tók hana ekki upp nákvæmlega, fréttin fjallaði um það að það stæði til að gifta par á vegum Siðmenntar í Fríkirkjunni - en ekki að Siðmennt byði sérstaklega upp á giftingar í Fríkirkjunni. Tek það hér með til baka! Mér finnst þetta bara hálfgert klúðurdæmi þessi guðlausa gifting innan um öll helgitáknin. Þó að blóm séu settar í stað krossins er kirkjan hlaðin trúarlegum myndum og táknum. Vissulega eru tónleikar haldnir í kirkjum - en ég held að t.d. hávantrúaðir myndu ekki velja sér þann stað til tónleikahalds, ekki nema þá til að ögra. Eflaust líta margir á þessa giftingu sem ögrun.
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 24.9.2007 kl. 13:33
Það er sennilega sama fólkið og lítur á saklausa sjónvarpsauglýsingu sem ögrun. Þetta sama fólk er yfirleitt afar duglegt við að ögra þeim sem ekki hafa sömu lífsskoðanir, t.d. með því að stunda trúboð í opinberum leik- og grunnskólum. M.ö.o. því finnst í lagi að prestar stundi kristniboð í skólabyggingum en ekki í lagi að fulltrúi siðmenntar haldi táknræna athöfn í kirkjubyggingu þrátt fyrir að það sé gert með góðfúslegu leyfi prestsins.
Brúðhjónin fengu inni í kirkjunni, höfðu áður reynt að fá aðra sali en fengu ekki, t.d. Salinn í Kópavogi. Þau höfðu samband við Siðmennt eftir að þau bókuðu kirkjuna. Það eina sem Siðmennt gerði var að útvega aðila til að sjá um athöfnina.
Matthías Ásgeirsson, 24.9.2007 kl. 15:35
Rétt hjá þér, það er sama fólkið og lítur á ,,saklausa" en umdeilda sjónvarpsauglýsingu sem ögrun sem lítur eflaust á þetta sem ögrun.
Varðandi trúboð í opinberum leik-og grunnskólum:
Við þurfum að vera í sífelldri naflaskoðun varðandi það og annað. Ég var ekki glöð þegar börnin mín komu heim úr leikskólanum með litabók frá Landsbankanum í gamla daga.
Mér finnst sjálfsagt að kenna siðfræði, biblíufræði, trúarbragðafræði o.s.frv. Til að vera menningarlega læs þurfa börn og unglingar að þekkja sögur (mýtur) og sálma Biblíunnar. Til að mynda er þjóðsöngurinn okkar runninn frá sálmi 90 í Biblíunni. Kvikmyndir og bókmenntir eru hlaðin trúartáknum og örugglega leiðinlegt að þekkja t.d. ekki söguna af Adam og Evu þegar horft er á bíómyndir eins og Pleasantville svo dæmi sé tekið. Foreldrar geta svo ákveðið hvort þau vilji fara með börnin í sunnudagaskóla á vegum kirkjunnar. Unglingar hvort þeir stundi æskulýðsstarf o.sfrv. Sjálf er ég fylgjandi því en allsstaðar, hvort sem er í kirkju eða skóla þarf að standa vel að hlutunum og forðast allar öfgar og bókstaf.
Varðandi val á húsnæðinu:
Næst þegar Siðmennt fermir og fyrsti valkostur: Háskólabíó yrði uppbókað má þá búast við því að valkostur númer tvö verði t.d. Hallgrímskirkja ef foreldrar fermingarbarnanna æskja þess ?
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 24.9.2007 kl. 17:22
"Næst þegar Siðmennt fermir...."
Siðmennt hefur frumkvæði að borgaralegum fermingum og myndi því aldrei velja kirkjusal. Áður en borgaraleg fermingar var haldin í Háskólabíó var hún haldin í Ráðhúsi Reykjavíkur.
Siðmennt hefur ekki frumkvæði að veraldlegum giftinum, það hafa hjónaleysin - og því þeirra að velja húsnæðið.
Ég tala ekki fyrir hönd Siðmenntar. Styrki það félaga peningalega með félagsgjöldum en tengist ekki starfi þess á nokkurn annan hátt.
Það hefur komið fram að Siðmennt ætlar að reyna að aðstoða fólk við að velja sal ef þess gerist þörf. Þetta verður sérstaklega brýnt þegar félagið aðstoðar fólk við jarðafarir, því þá þarf að redda sal með litlum fyrirvara.
En ég satt að segja skil ekki hvað vandamálið er - hvað með það þó þessi athöfn hafi farið fram í kirkju?
Kirkjurnar eru byggðar fyrir skattfé.
Matthías Ásgeirsson, 24.9.2007 kl. 17:41
,,Siðmennt hefur frumkvæði að borgaralegum fermingum og myndi því aldrei velja kirkjusal."
Váts.. þetta var einmitt það sem ég hélt!
Verð að hætta í dag - er að verða blog-fíkill.
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 24.9.2007 kl. 18:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.