Jón óvelkominn í Jónshúsi ...? ..Dæmisaga.

Jón bjó í  húsi sem hann nefndi Jónshús. Einu sinni bankaði ókunnugt par uppá hjá honum og spurði hvort það mætti halda þar veislu.  Jón var einstaklega elskulegur karl og sagði það velkomið - parið bætti þá við - ,,þú mátt ekki vera heima þegar veislan er."

Jón varð steinhissa og spurði parið: ,,Af hverju í ósköpunum viljið þið vera í mínu húsi ef nærvera mín er óæskileg" ? Parið svaraði: ,,Af því að þú átt svo vingjarnlegt hús, fallega skreytt og svo áttu svo frábærar græjur!" .....

Á Jón að lána þeim húsið eða ekki ?  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Jón á bara að vera heima hjá sér og láta parið um að finna sér annan stað ! Frábær dæmisaga alveg !

Sunna Dóra Möller, 23.9.2007 kl. 17:38

2 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Hvað ef parið borgaði fyrir húsið hans Jóns?

Matthías Ásgeirsson, 23.9.2007 kl. 23:55

3 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Hmmm.. þurfti að hugsa aðeins um þetta en ég held að engin greiðsla sé nægilega há til að réttlæta það að Jón láti vísa sér á dyr úr eigin húsi. Hann safnar ekki auði þessa heims.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 24.9.2007 kl. 13:23

4 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Var Jóni vísað úr húsinu?  Var hann ekki bara beðinn um að halda sig til hlés í smá tíma?  Var ekki vel hugsað um eigur hans og húsinu skilað jafn góðu til baka?  Fékk Jón ekki meira að segja smá greiðslu fyrir lánið?

Mér sýnist "Jón" bara hafa komið vel út úr þessum díl.

Matthías Ásgeirsson, 24.9.2007 kl. 15:31

5 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Ég sé ekki af hverju Jón á að halda sig til hlés í húsi sem er sérstaklega frátekið fyrir hann og honum helgað og til heiðurs. Það er fullt af öðrum húsum sem eru ekki sérstaklega byggð fyrir Jón og rúma fullt af fólki og eru falleg að innan jafnt sem utan!

Sunna Dóra Möller, 24.9.2007 kl. 17:40

6 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Jæja, þetta er að verða dálítið kjánalegt.

"Jón" þessi var náttúrulega alls ekki rekinn úr húsinu.  Er það ekki trú kristinna manna að hann hafi verið þar?  Hann var bara beðinn um að rústa ekki partíinu, ég er viss um að þið trúið því að hann hafi fylgst með.

Segið mér svo hvaða skaða "Jón" eða  börnin hans (kristnir íslendingar) báru af þessu?

Ég sé ekki betur en að þetta sé væl trúmanna sem sjálfir hika ekki við að draga "Jón" með sér í veraldleg hús og reka alla aðra út ( ef við notum sömu líkingu - nema hvað, þegar börnin hans Jóns fara í leikskóla eru óhreinu börnin sett í sér herbergi, börnin hans Jóns voru velkomin í brúðkaupið og voru þar eflaust nokkur í salnum ).

Væri ekki nær að reyna að vera dálítið samkvæmur sjálfum sér?

Matthías Ásgeirsson, 25.9.2007 kl. 08:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband