Þriðjudagur, 9. október 2007
Óbeislað ljóð
Ég labbaði niður Laugaveg
og leit
óbeislaða fegurð flæða um allt
upp úr vel hertum buxnastrengjum
sem girtir voru með silfurbelti
Oroblu "control Top" sokkabuxur
voru brenndar á báli..
en Oroblu stúlkan grét
því hún var atvinnulaus
Að stúlkunni vatt sér ein óbeisluð kona
og sagði:
vert´ekki að væla og farðu að vinna
í Bónus eða bakaríi
þá þarf ég ekki að rífa kjaft við útlendingana
En þú verður að vera glögg á grænmetinu
annars hef ég samband við Reykjavík síðdegis
og skammast yfir því
að þú og þið unga fólkið þekkið ekki þistilhjörtu
Ó svei, ó svei, þú óbeislaða Ísland
Óbeislaður borgarstjóri getur ekki bjargað þér
og óvíst hvort hann getur bjargað sjálfum sér
Niðurstaða:
.... Við eigum að vera góð við náunga okkar og þolinmóð hvort sem hann hefur sömu skoðun og við eða ekki, er útlendingur, unglingur, beislaður eða óbeislaður .....
Athugasemdir
hehe
Jóna Á. Gísladóttir, 9.10.2007 kl. 18:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.