Miðvikudagur, 10. október 2007
Nemendur í fyrirrúmi .. forsenda farsæls skólastarfs
Keppikefli okkar allra hlýtur að vera að líða sem best, vera glöð og sátt hvort sem er í skóla, vinnustað eða á heimili.
Keppikefli mitt sem foreldris er að börnunum líði sem best og sem maka að manninum líði sem best.
Þegar ungabarn grætur þykir manni verst að vita ekki hvað er að því og því vitum við ekki hvernig á að hjálpa. Við rjúkum til læknis að láta kíkja í eyrun, mallakútinn o.s.frv.
Keppikefli mitt í starfi aðstoðarskólastjóra og kennara er að veita öllum nemendum sem besta þjónustu, hlúa að þeim eins og ég hef krafta til svo þeim líði vel í skólanum. Til þess að geta það verð ég að vita að hverju ég geng og ef þau eiga í vandræðum af einhverju tagi að vita í hverju erfiðleikar þeirra felast.
Í öllum framhaldsskólum landsins (engum undanskildum) eru einstaklingar sem eiga við erfiðleika að stríða af einni ástæðu eða annarri. Þá er mikilvægt að skerast strax í leikinn og sjá hvernig er hægt að styðja við bakið á þessum nemendum til að þeim líði betur í skólaumhverfinu.
Ef að nemandi er t.d. flogaveikur er betra að vita af því fyrirfram svo kennarar og annað starfsfók viti hvernig eigi að bregðast við. Ef nemandi á í einhverjum erfiðleikum er betra fyrir hann að fá að vita hve erfiður skólinn er sem hann er að fara að stunda og til hvers er ætlast svo það komi ekki á óvart. Nemandi sem fer af stað í skóla sem hann ræður ekki við getur upplifað sig sem ,,looser" og það getur haft neikvæðar afleiðingar fyrir sálarlíf hans.
Nýlega fór ég að sjá myndina Veðramót í bíó. Þar kom inn vel meinandi fólk til að stjórna sem vildi allt fyrir skjólstæðinga sína gera. Þeim var á grundvelli laga meinað að vita nokkuð um ástæður þess að skjólstæðingarnir væru þarna. Upplýsingarnar þóttu betur geymdar í ráðuneytinu (eða hjá misyndismönnum þeirra) en hjá þeim sem áttu að styðja við bak þeirra.
Allt er í heiminum hverfult og hvenær er rétt rangt og hvenær er rangt rétt ?
Athugasemdir
Takk fyrir þennan yndislega pistil uppfullan af skilningi og kærleika. Tek fyllilega hér undir hvert orð
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.10.2007 kl. 11:30
Þakka þér hlý orð.
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 11.10.2007 kl. 13:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.