Ég verð að segja nei .. við áfengi í matvöruverslanir

 

Betra aðgengi tel ég að auki unglingadrykkju og jafnvel þeirra sem eiga að teljast fullorðin.  Það er eins og með nammið við búðarkassann. Hvaða foreldri er ekki pirraður á því ? Áfengið er svolítið eins og nammið okkar fullorðna fólksins (og því miður unglinganna) og ég held að aukið aðgengi auki hættuna á unglingadrykkju.  Mér finnst aðgengið fínt í dag, - hef aldrei upplifað það sem hömlu að versla áfengi í Kringlunni eða Smáralind. Ekki frekar en ég upplifi það sem hömlu að versla lyf í apóteki eða bækur í bókabúð og svona mætti lengi telja.

Á kössunum í stórmörkuðum starfar mikið af ungum krökkum, sérstaklega yfir sumar- og jólaleyfi - hvað skal gera þá ? ..  Í Danmörku mega krakkar versla bjórinn 15 ára - vinir mínir sem voru með ungling flúðu heim til Íslands vegna frjálslyndis í áfengismálum þar.  Fólk kallar á frelsi, en það þarf að stíga varlega til jarðar í svona frelsismálum. Sumir þurfa frelsi frá áfengi. 

Ekki eru allir sammála um þessi mál  og mörgum finnst þetta rosaleg íhaldssemi í mér.  Við ættum að vera farin að þekkja okkar þjóðarsál. Því miður held ég að við höndlum þetta illa - þjóðin er býsna agalaus nú þegar.  Víða er pottur brotinn í tóbaksmálum og unglingar og fullorðið fólk selur unglingum tóbak þó það sé óleyfilegt. Eini kosturinn sem ég sé við að fá rauðvín í búðirnar er að það er eilítið auðveldara fyrir okkur fullorðna fólkið að krækja í rauðvínsflösku með steikinni. Eins og áður sagði tel ég skrefin á milli Hagkaupa og ÁTVR ekki eftir mér, við hreyfum okkur hvort sem er allt of lítið! Grin Þessi breyting held ég að yrði ekki unga fólkinu okkar í hag og ég held ég vilji láta  það njóta vafans... Heart

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Dýrfjörð

fínir punktar

Kristín Dýrfjörð, 11.10.2007 kl. 20:46

2 Smámynd: krossgata

Ég verð að segja að mér þætti voðalega þægilegt að geta kippt (eða látið minn ekta kippa með - þar sem hann verslar) rauðvínsflösku með í föstudagsinnkaupunum.  En það er eins og þú nefndi þægindasjónarmið.  Ég þarf það ekki.  Ef það yrði kosið um þetta málefni, þá myndi ég hafna.  Það eru áfengisbúðir út um allt.

krossgata, 11.10.2007 kl. 23:23

3 Smámynd: Þóra Guðmundsdóttir

Mikið er ég sammála þér, ég var einmitt að blogga um sama efni.

Þóra Guðmundsdóttir, 12.10.2007 kl. 23:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband