Yndisleg kona keyrði á mig !

Í gærmorgun lenti ég í því að það keyrði kona aftan á bílinn minn. Við vorum að vandræðast í ytri hring í hringtorgi, rökkur og slæmt skyggni. Ég hafði stöðvað til að hleypa bíl úr innri hring út og var að fara að halda áfram þegar ég fann að ég fékk bíl á afturstuðarann. Út úr bílnum sem lenti aftan á kom kona og sagði; "fyrirgefðu" og var voða leið. Hún stakk upp á að við færðum bílana sem við gerðum og þar sem við vorum hvorug með tjónaskýrslu í bílnum, skiptumst við á símanúmerum og hún skrifaði á miða að hún hefði keyrt aftan á mig.

Seinni partinn hringdi svo þessi ágæta kona í mig og í framhaldi af því kom hún í heimsókn til mín í vinnuna með tjónaskýrslu sem við fylltum út í sameiningu.

Það væri gott ef öll samskipti gengju svona vel fyrir sig.  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta er til fyrirmyndar.  Samt sorglegt ef við hugsum um það, að þetta skuli ekki bara vera normið í samskiptum fólks í dag.  Það má hugsa aðeins um það.  Og ég samhryggist þér með bílinn.  Gott samt að enginn slasaðist.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.10.2007 kl. 10:41

2 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Nákvæmlega!

Jóna Á. Gísladóttir, 13.10.2007 kl. 01:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband