ÁST ... *****

Fór að sjá leikritið Ást í Borgarleikhúsinu í gærkvöldi. Mér finnst að allir þurfi að fara að sjá þetta,hvort sem þeir eru sextán eða sjötugir!  Sjaldan eða aldrei hef ég séð leikverk sem hreyfir svona við öllum tilfinniningum.. GrinFrown ...

Fyrir þau sem ekki vita, er sögusviðið í þessum söngleik deild á dvalarheimili aldraðra og leikarar eru allir í eldri kantinum, að vísu misgamlir. Inn í sýninguna er að vísu fléttaður söngur barnakórs.

Ég starfaði á Eir fyrir nokkrum árum og minnti margt í sýningunni mig á þann tíma. Margt grátbroslegt, fallegt og innilegt. Heart 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: krossgata

Mér finnst afar ólíklegt að ég sjái þetta verk.  Ég er svo undarlega innréttuð að mér finnst leikhúsformið hræðilegt og verð bara pirruð ef ég þarf að sjá sviðsleik.  Kemur til af því hvernig framsögn leikara þarf að vera til að skila hlutum út í sal - allt aftur á aftasta bekk, verður í mínum eyrum alltaf ýkt og óeðlilegt - þoli það ekki.    Það eina sem mér finnst vera hægt að horfa á á sviði án þess að missa mig í skapvonsku eru farsar, sem þola ýkjur og ónáttúru.  Var þetta annars farsi?  Þá væri möguleiki að ég kíkti einhvern tíma. 

krossgata, 15.10.2007 kl. 10:48

2 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Ég held þú sjáir ekki eftir að fara á svona leikrit. Þetta er nú ekki beint farsi, en mikið grín og mikið gaman .. og margt sem kemur á óvart. Þetta er raunveruleiki í bland við óraunveruleika. Alzheimersjúklingar taka upp á því að syngja og tvista o.s.frv.. Þetta er líka sýnt í litlum sal svo nálægðin við áhorfendur er mikil.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 15.10.2007 kl. 13:59

3 identicon

ALLIR EIGA AÐ SJÁ ÁST! Hvort sem þeim þykir gaman að leikhúsum eða ekki !!!!!

Það er ÆÐISLEGT !!!!!!!

Eva (IP-tala skráð) 19.10.2007 kl. 15:30

4 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Það er aldeilis að mín kommentar !

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 19.10.2007 kl. 16:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband