BIBLÍAN ER HÆTTULEG ..................................Í RÖNGUM HÖNDUM!

 

Í mínum huga er Biblían hættuleg bók í röngum höndum en góð í réttum.  Hamar er einnig hættulegur í röngum höndum en góður í réttum. Ég hef Biblíuna á náttborðinu mínu og skoða hana og pæli í því  sem þar stendur.  Leita að fallegum versum og speki. Halo Ég nota og tileinka mér orð hennar til uppbyggingar en ekki niðurrifs eða til að berja á náunganum.  Devil

Kærleikurinn er að mínu mati sterkasta og besta afl þessa heims en samt virðist hann ekki ná í gegn til þeirra sem uppteknir eru af bókstafnum þar sem leitast er eftir að klína synd á aðra menn og koma þannig höggi á þá.

Varast skal að taka Biblíuna sem SKURÐGOÐ.

Mér finnst bókstafshugsun ótrúlega ,,naive" .. og minnir mig á dæmisöguna af barninu sem henti fötunum sínum í gólfið. Pabbinn kom inn og sagði: "Ekki henda fötunum svona á mitt gólfið" ... Barnið svaraði: ,,Ég henti þeim ekki á MITT gólfið! með áherslu á MITT.  Þá skipti aðalatriðið ekki lengur máli hjá barninu að fötin lágu á gólfinu, heldur hvort að þau lægju á miðju gólfinu eða ekki.

Hvert er aðalatriði kristinnar trúar:  Náungakærleikur - SmileHeartSmile

Hið æðsta boðorð er að elska náungann sem sjálfan sig.     WinkInLove

Mér verður illt  við að sjá dómhörku manna sem kalla aðra menn syndara vegna kynhneigðar.

Guð fyrirgefi þeim því þeir vita ekki hvað þeir gjöraHeart

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Flott færsla og þörf núna þegar verið er enn og aftur að hamra á fólki vegna kynhneigðar með ritninguna að vopni!

Sunna Dóra Möller, 20.10.2007 kl. 18:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband