Þegar ég varð amma...

 

Sunnudagar eru sem betur fer svona dagar sem við getum flest aðeins hugleitt og slakað á. Svolítið munað eftir að þakka allt hið góða sem hefur komið inn í lífið..  Ég þurfti að vísu að vinna smá í dag og taka til eftir matarboðið í gærkvöldi.....en svo settist ég niður umkringd fallegri tónlist og fór að hugsa um litla dóttursoninn minn sem fæddist fyrir þremur og hálfu ári..

Ég hafði pantað mér miða til Danmerkur í byrjun maí því dóttir mín bjó þar og átti að eiga á þeim tíma. Þann 27. apríl var ég svo í vinnunni og var óróleg því ekki heyrði ég neitt í henni. Var farið að gruna að eitthvað væri í gangi... svo kom símtalið: litla barnið mitt var á hinum endanum grátklökk af hamingju og sagði eftir smá þögn ,,mamma þú ert orðin amma" ..ég kom ekki upp einu orði fyrst og fórum við báðar að hágráta svo þetta var orðinn samgrátur milli landa! .. svo herti ég mig upp og spurði hvort allt væri í lagi og þá fékk ég að heyra að allt væri í lagi með litla guttann, en henni hefði þótt þetta afskaplega vont! ... Þegar ég lagði loksins símtólið á, gekk ég ekki heldur sveif í einhverri móðu. Mér fannst heimurinn ekki samur og gat ekki þurrkað af mér sælubrosið. InLove

Váts hvað þetta var sérstakt og svo loksins komst ég til Danmerkur að sjá litla Mána minn sem var svo pinku, pinku lítill að amma sem nennir annars aldrei að prjóna prjónaði á einum degi handa honum peysu í íslensku fánalitunum, svo ekki færi á milli mála að þarna færi amk 1/2 Íslendingur GrinHeart

Ég þakka fyrir börnin mín og barnabarnið, þakka fyrir manninn minn og fjölskyldu alla og þakka fyrir allt hið góða fólk sem ég þekki - líka fallega hugsandi bloggara! Grin

Máni_skírður Ísak Máni skírður  032 Ísak Máni með Tryggva ,,ská-afa"..


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Æi hvað þetta var sætt. Nú fékkstu mig til að hlakka til að verða amma. Ég gæti orðið amma á ská næstum hvenær sem er þar sem Unglingurinn (stjúpsonurinn) er að verða 17 ára. Við skulum nú samt vona að hann hafi vit fyrir sér í nokkur ár í viðbót.  Hver heldur á ísaki Mána þarna í skírninni? Sumar konur segja að það hafi verið frábært að verða mamma en ennþá betra að verða amma.

Jóna Á. Gísladóttir, 22.10.2007 kl. 17:52

2 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Takk Jóna, - það er líka frábært að vera mamma. En ég veit þú þekkir ,,fjörið" við það og ég þekki það líka þó ég hafi aldrei skrifað um né tjáð mig opinberlega hvað það var mikið ,,fjör" á mínu heimili þegar börnin voru ung, fékk þó þokkalegan pakka Hehe.. það er amman sjálf auðvitað, sem heldur á Ísaki Mána. Þér er  sko alveg óhætt að hlakka til ömmuhlutverksins.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 22.10.2007 kl. 18:20

3 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Váá ung amma. Þú ert stórglæsileg. Ég vona að þú tjáir þig einhvern tímann um pakkann þinn

Jóna Á. Gísladóttir, 24.10.2007 kl. 22:48

4 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Jóna, you made my day  .... 

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 25.10.2007 kl. 09:37

5 identicon

Úff... mamma... þetta er bannað!

Nú er ég bara grátandi ofaní hádegismatinn minn!

Luky we have yo!

Love ya... sniff sniff... ætla að halda áfram að skæla yfir þessum fallegu orðum. ...

Eva Lind Jóns og Jóhönnudóttir :) (IP-tala skráð) 25.10.2007 kl. 13:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband