Skýring á orðinu hjón - tekin af vísindavefnum

Orðið hjón er til í einhverri mynd í flestum Norðurlandamálum. Í færeysku er til hjún, í eldri nýnorsku hjon, hjun, eldri sænsku hjon 'maki; þjónn', forndönsku hjøn. Orðin eru samgermönsk. Í fornháþýsku voru til orðmyndirnar hiuuin, hiwen, hiun í merkingunni 'hjúskaparaðili' og í fornensku hiwa (í eignarfalli hina) 'hjúskaparaðili; þjónn'.


Orðið hjón er til í einhverri mynd í flestum Norðurlandamálum.


Hjón er upphaflega tvímynd við hjú 'vinnumaður eða vinnukona; hjúskaparaðilar', eignarfall fleirtölu í hvorugkyni af germanska orðinu hīwan- 'hjúskaparaðili; hjú'.

Hjónaband má þá skilja sem band, tengsl, milli hjúskaparaðila.

Svarið er eftir Guðrúnu Kvaran og má sjá einnig  hér  í upprunalegri mynd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband