Sunnudagur, 28. október 2007
Er ævintýrið úti eða inni ? (In or out) Margar spurningar vakna um hvað særir, hvern/hverja það særir og hversu marga(r) það særir.
Í þessari miklu og heitu umræðu um Tíu litlu negrastráka hef ég farið að hugsa um (og hef svo sem gert áður) áhrif ævintýranna og annars lesefnis sem við lesum, á okkur, börnin okkar og þjóðfélagið í heild.
,,Vonda stjúpan" birtist í Mjallhvíti og dvergunum sjö, Öskubusku o.fl. Hversu margar stjúpur eru ekki í þjóðfélaginu ? ..Erum við að viðhalda slæmri mynd stjúpunnar þegar við lesum þessi ævintýri fyrir börnin ? Hefur þessi stjúpumynd engin áhrif á viðhorf barna til stjúpmæðra í dag ? ........
Ævintýrið um Öskubusku er náttúrulega bara hlaðið bulli frá A-Ö eða hvað ? Stúlkurnar í Öskubuskuævintýrinu voru tilbúnar til að saxa af sér líkamsparta; hæl eða tær til að eignast prinsinn....
Getur verið að þetta sé í raun nær sannleikanum en það hljómar ? Stelpur í dag eru að láta fjarlægja rifbein, sjúga fitu, bæta í varir og eða brjóst o.s.frv. ... er það til að eignast prinsinn eða ?
Getur verið að hin ,,klassísku" ævintýri séu orðin ,,börn síns tíma" ..og ekki lengur klassísk ? Búið er að skrifa fullt af góðum barnabókum þar sem pólitísk rétthugsun er í gildi.
Erum við að ganga of langt í pólitískri rétthugsun eða er ekki nóg að gert ?
Athugasemdir
Pólitísk rétthugsun gengur af allri sjálfstæðri hugsun dauðri. Það er misjafnt frá tíma til tíma hvað er rétt, fyrir utan flæðið af réttum skoðunum í dag og eftir því sem tímanum líður. Á endanum verður enginn eða enginn þorir að mæla orð frá vörum af ótta við að það sé ekki þóknanlegt og það verður bara til ógrynni af kannski-kórum og ekki nokkur manneskja sem segir já eða nei eða þorir að benda á hina hliðina.
krossgata, 29.10.2007 kl. 14:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.