Augnlæknir eða uglæknir..... Sjónskekkja eða sjónskikkja ?

Fleiri sögur af börnunum...(sem eru að vísu komin á þrítugsaldur í dag!)

Dr. Ugla

Þegar tvibbarnir mínir voru um fimm ára gömul var mér bent á að kíkja til augnlæknis með þau. Við bjuggum í Garðabæ og lagt var í leiðangur í strætó til augnlæknis í Hafnarfirði. Þegar sonur minn kom inn á læknastofuna skimaði hann í kringum sig og spurði svo: ,,Hvar er þessi ,,Ugla" læknir ? .. Honum hafði misheyrst eða móðirin talað óskýrt og taldi að læknirinn væri s.s. ugla. Crying Grin   ... jæja misskilningurinn var leiðréttur. Kíkt var í augu beggja barnanna og ekki var nú kominn tími á gleraugu en læknirinn (mennskur ekki ugla) lét þó vita að vottaði fyrir sjónskekkju hjá syninum.

Heim var haldið og sonurinn setti á sig Batmanskikkjuna sína, hljóp síðan um allt hús og tilkynnti stoltur ,,ÉG ER MEÐ SJÓNSKIKKJU" .....LoL

Það er eins gott að venja sig á skýrmæli ! hehe...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband