Meikóver - hint - hint..

Máni og ég - ómáluð!

Kom við í versluninni Zik Zak á leiðinni heim úr vinnunni. Þar sem ég stóð við afgreiðsluborðið horfði afgreiðsludaman á mig og sagði svo. Má ekki bjóða þér að taka þátt í svona make-over leik. Hmmm... ég vissi að ég hefði ekki átt að fara ómáluð í vinnuna, en að útlitið væri orðið svona slæmt Skömmustulegur ...

Þetta er nú ekkert "The Swan" fitusog og hvíttaðar tennur eða hvað það nú heitir - þetta er klipping, make-up, hárgreiðsla, brúnkuspray o.fl. 

Skyldi ég fá aukið sjálfstraust og vera ný manneskja. Ætli börnin mín gráti af gleði þegar ég kem heim, rauðgullin með nýblásið hár og með aukið sjálfstraust tilbúin að hefja nýtt líf ?

Ég læt vita ef ég verð dregin úr pottinum, ég held að afgreiðslukonan hafi skrifað á seðilinn: "dragið þessa - hún þarf á því að halda" ...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Charlotta R. M.

æ þú ert nú bara sæt svona ómáluð elsku systir...;)

Charlotta R. M., 15.9.2006 kl. 16:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband