Minningar... og mamma áttatíuogeins á morgun!

Mamma mín var 43 ára þegar hún missti manninn sinn, hann pabba minn. Þau voru í fríi á Spáni - en forstjórinn hafði boðið honum og mömmu í hvíldarferð eftir erfiða samningatörn, en pabbi var starfsmannastjóri hjá þáverandi Flugfélagi Íslands.  Pabbi synti of langt út og drukknaði.. Heima biðu fimm börn frá átta mánaða til tólf ára. Ég var í pössun á Akureyri ásamt þremur systkinum mínum. Stóri bróðir uppí sumó hjá ömmu og afa. ... ,,Mömmu ykkar líður vel, en pabbi er dáinn" ... Þetta var erfitt að skilja og móða færðist yfir heiminn og allt var öðruvísi þaðan í frá... Mamma hélt heimili, reglulegar máltíðir, aldrei óregla – notaleg kvöld á laugardögum – þegar bíómyndin byrjaði fengum við kók, lakkrírsör og súkkulaðistykki! Mamma var samt ekkert sérlega glöð.. alltaf.

Við gengum öll menntaveginn og held okkur hafi farnast ágætlega..

Minningin um manninn hennar mömmu, pabba minn, hverfur aldrei úr hjarta mínu sem er í raun enn sjö ára hjarta þegar ég hugsa um hann. HeartFrown

Á morgun, 3. nóvember á mamma 81 árs afmæli. Við systkinin ásamt fjölskyldum hittumst hjá henni með kökur og annað gúmmelaði og fögnum afmælinu hennar. Hún stóð af sér storminn – hvílík hetja þessi kona!  Sat ein.. bílprófslaus í leiguíbúð... Ekki gafst hún upp og komst bara býsna langt – fann sér samt aldrei nýjan mann - enginn var eins góður og pabbi.. krúttlegt.. en um leið svolítið sorglegt fyrir hana...

Takk, takk, takk x 1000 elsku mamma fyrir allt og allt .... InLove


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Til hamingju með kjarnakonuna mömmu þína

Ragnheiður , 2.11.2007 kl. 22:26

2 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Takk, takk !

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 3.11.2007 kl. 09:31

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Æ þetta er einhvernveginn svo sorglegt.  Sannkölluð ástarsaga.  Blessunin hún móðir þín, þetta hljóta að hafa verið erfiðir tímar.  Hún er hetja, og ég óska henni til hamingju með afmælið. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.11.2007 kl. 13:26

4 identicon

Til hamingju með elsku mömmu Völu.....skáfrænkuna mína.  Ég fæ tár í augun við að lesa þetta.....já þvílíkur dugnaður.....man hvað var gaman að fá að gista á Háleitisbrautinni og liggja saman á gólfinu og horfa á sjónvarpið.....margar góðar minningar!

 Gaman að lesa bloggið þitt kæra frænka!

Bestu  kveðjur,

Birna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 3.11.2007 kl. 23:13

5 Smámynd: Huld S. Ringsted

Ég fékk sting fyrir hjartað að lesa þetta! Afmæliskveðja til mömmu þinnar, hún er sannkölluð hetja

Huld S. Ringsted, 3.11.2007 kl. 23:40

6 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Móðir þín hefur verið sönn hetja og innilega til hamingju með hana

Sunna Dóra Möller, 4.11.2007 kl. 13:05

7 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Takk innilega fyrir kveðjurnar til mömmu, ... ég verð að prenta þetta út og sýna henni! Hún lék á alls oddi í afmælinu í gær en skammaði okkur fyrir að færa sér gjafir.  

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 4.11.2007 kl. 13:22

8 Smámynd: Kristín Björg Þorsteinsdóttir

Til hamingju með hana mömmu þína sem ég þekki ekki neitt. Greinilega mikil kjarnakona og ekki hefur þetta verið auðvelt. 

Tengamóðir mín varð ekkja á sama aldri - 43 ára - þegar maður hennar varð bráðkvaddur 16. desember. Hún bar aldrei sitt barr eftir það en kom tveim sonum til manns.

Kristín Björg Þorsteinsdóttir, 4.11.2007 kl. 18:45

9 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Til hamingju með mömmu þína, þessa dugnaðarkonu. Ein systir mín á afmæli sama dag og mamma þín og hún er algjör dugnaðarforkur.

Margrét St Hafsteinsdóttir, 6.11.2007 kl. 14:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband