,,Dirty Old Men" í Biblíunni...

 Þokki Súsönnu vekur girnd tveggja dómara....

Í Babýlon bjó maður nokkur, Jóakim að nafni. Gekk hann að eiga konu sem Súsanna hét og var Hilkíadóttir. Hún var forkunnarfögur og guðhrædd. Foreldrar hennar voru réttlátir og höfðu alið dóttur sína upp samkvæmt lögmáli Móse. Jóakim var vellauðugur. Við hús hans var lystigarður. Gyðingar komu gjarnan saman hjá honum enda var hann mikils virtur af þeim öllum. Þetta árið höfðu tveir af öldungum lýðsins verið skipaðir dómarar. Það var við þá sem Drottinn átti þegar hann sagði: „Lögleysi kom frá Babýlon frá öldungum og dómurum sem áttu að stjórna lýðnum.“

Báðir tveir dvöldust í húsi Jóakims og til þeirra komu allir sem áttu í málaferlum. Um hádegisbil, er allir voru farnir, var Súsanna vön að fara inn í lystigarð manns síns og ganga þar um. Daglega sáu öldungarnir báðir hana koma inn í garðinn og ganga um og felldu þeir girndarhug til hennar. Urðu þeir svo haldnir af þessu að þeir hættu að hefja augu sín til himins og gleymdu rétti og réttlæti. Liðu þeir báðir kvalir hennar vegna en ekki sögðu þeir hvor öðrum frá þjáningu sinni því að þeir blygðuðust sín fyrir að gera uppskátt um losta sinn og löngun að liggja hana. En dag eftir dag biðu þeir hennar með eftirvæntingu....

Lestur Biblíunnar kemur sífellt á óvart...! LoL ..


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

"Lestur Biblíunnar kemur sífellt á óvart...!  .."

Það kemur nú eiginlega mest á óvart að eftir 5 ára cand. theol. nám að viðkomandi hafi ekki séð þetta fyrr, eins og glöggt má sjá af framsetningu þessa pistils bloggsíðueiganda.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 4.11.2007 kl. 20:18

2 Smámynd: Huld S. Ringsted

Ég hef nú bara aldrei lesið í biblíunni

Huld S. Ringsted, 4.11.2007 kl. 21:14

3 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Það má kannski upplýsa predikarann um að þessi kafli er úr Apókrýfuriti sem kölluð er ,,Viðauki við Daníelsbók" og er í nýjustu útgáfu Biblíunnar. Ekki í Biblíuútgáfunni frá 1981. Þrátt fyrir að hafa stúderað slatta af Apókrýfum hafði ég ekki rekist á þessa skondnu frásögu fyrr, sem tilheyrir nú eins og áður sagði nýjustu útgáfu íslensku Biblíunnar.  ..

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 4.11.2007 kl. 21:48

4 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Já það er heilmikill hasar í biblíunni og mikið af furðusögum Sniðugt hjá þér að koma með þetta

Margrét St Hafsteinsdóttir, 4.11.2007 kl. 22:07

5 Smámynd: krossgata

Það sannast æ og aftur, ekkert er nýtt undir sólinni eins og predikarinn sagði - einmitt í biblíunni. 

krossgata, 5.11.2007 kl. 11:22

6 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

LOL ! Ég hef lesið þetta áður, en ekki með þessu hugarfari, gott hjá þér Jóhanna og Guð blessi þig!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 5.11.2007 kl. 16:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband