Sígarettur og samkynhneigð...

Ég er alin upp við það að sígarettur og vindlar voru útum allt. Þær voru boðnar fólki í fermingarveislum, saumaklúbbum og hvar sem er. Reykt var í bílum yfir börnum og aldrei þótti neinum neitt athugavert þó reyknum væri blásið framan í ungabörn, eða fáum.  

Ég fæddist með mikla réttlætiskennd og strax sem ung kona á mínu fyrsta heimili bað ég vinkonur mínar að slökkva í sígarettunni á meðan við borðuðum. Það var gert en þó með ákveðnum vandlætingarsvip.  

Fyrir 21 ári eignaðist ég barn nr. 2 og 3. Ég sem ung móðir gaf þeim það í fæðingargjöf að eiga reyklaust uppeldi (að svo miklu leyti sem ég gæti það). 

Ég leyfði ekki reykingar á mínu heimili (nema inní eldhúsi). Það þótti MJÖG frekt af mér. Á gamlárskvöld komu nágrannar yfir og tóku upp sígarettur inní stofu og ég bað þá kurteislega að færa sig inní eldhús. Fólk horfði á mig í forundran, þvílík frekjudós! en færði sig þó.. Pinch 

Einn daginn ákvað ég að ganga alla leið..og gerði heimili mitt reyklaust. Þá hef ég verið um 25 ára, eða fyrir 20 árum.

Til að gera langa sögu stutta þá er það þannig í dag eru sömu vinkonur og ég þurfti að biðja um að slökkva í sígarettunni eru nú með reyklaus heimili og það myndi enginn (eða fáir) taka upp sígarettu á annarra heimili nema spyrja leyfis.

Er eitthvað sem við erum að gera í dag sbr. reykingarnar sem verður gjörsamlega út í hött eftir 20 ár ?

Eitt mál sem mér dettur í hug:

Það eru réttindi samkynhneigðra. Mörgu fólki finnst ,,þetta fólk" rosalega frekt og tilætlunarsamt. Það segir það geti bara beðið - ,,við gagnkynhneigð" þurfum bara aðlögunartíma...

Spá mín er að samkynhneigð pör munu fá rétt til að gifta sig jafngildri vígslu og gagnkynhneigð pör (eventually). Þeim þykir kannski bara erfitt að bíða...eins og það er erfitt fyrir þá sem illa þola reykinn að sitja í honum er það ekki ?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Þetta eru mjög athyglisverðar pælingar hjá þér. Man eftir því þegar allir reyktu út um allt. Ég reyki nú reyndar sjálf en reykti ekki þegar ég gekk með strákana mína og þegar þeir voru litlir. Finnst allt í lagi að fólk reyki ekki þar sem aðrir vilja ekki að sé reykt. 

Varðandi samkynhneigða, þá vona ég að það verði raunin og ætla að trúa því, að kynhneigð standi ekki í vegi fyrir sönnum mannréttindum.

Takk fyrir góðan pistil. 

Margrét St Hafsteinsdóttir, 6.11.2007 kl. 13:58

2 Smámynd: Ragnhildur Sverrisdóttir

Heyr, heyr!

Ég er viss um að það styttist mjög í full mannréttindi. En auðvitað er maður óþolinmóður og á bágt með að bíða, enginn getur sætt sig við að vera næstum því og eiginlega með sömu réttindi og annað fólk. Eða hvernig þætti fólki ef kirkjan segði t.d.: "Jújú, við samþykkjum auðvitað konur í faðm kirkjunnar. Eiginlega alveg skilyrðislaust. En við viljum helst nota annað orð yfir þær en aðrar manneskjur. Kannski "mennskjur". Æ, við finnum út úr því, þetta lagast með árunum."

Sama er þegar fólk er að bögglast með hjónaband samkynhneigðra, sem má alls ekki heita hjónaband, heldur eitthvað annað. Bara eitthvað annað, til að skilja nú örugglega á milli.

Annars er ég í fínu skapi á fallegum laugardegi, svona til að fyrirbyggja allan misskilning

Ragnhildur Sverrisdóttir, 10.11.2007 kl. 11:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband