..Ástarfaðir himinhæða..fallegt ljóð..

Ég var í athöfn áðan þar sem þessi fallegi texti var sunginn, - ég hef oft sungið hann áður, en mér fannst þetta eitthvað extra fallegt núna og langar að deila með þeim sem líkar......Halo

Ástarfaðir himinhæða,
heyr þú barna þinna kvak,
enn í dag og alla daga
í þinn náðarfaðm mig tak. InLove

Náð þín sólin er mér eina,
orð þín döggin himni frá,
er mig hressir, elur, nærir,
eins og foldarblómin smá.

Einn þú hefur allt í höndum,
öll þér kunn er þörfin mín,
ó, svo veit í alnægð þinni
einnig mér af ljósi þín.Halo

Anda þinn lát æ mér stjórna,
auðsveipan gjör huga minn,
og á þinnar elsku vegum
inn mig leið í himin þinn.Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já þetta er fallegur texti.  Og lagið er líka svo fallegt.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.11.2007 kl. 21:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband