Þriðjudagur, 6. nóvember 2007
Karlkvensjúkdómalæknir og kvenkvensjúkdómalæknir ?
Það var merkileg umræðan á kaffistofunni í hádeginu. Þar voru gamlir jaxlar að ræða um snjókast á skólalóðum. Þeim fannst alveg dæmigert fyrir ,,kvenskólastjóra" að banna snjókast á skólalóð en ,,karlskólastjóra" að leyfa það og jafnvel fara í snjókast með krökkunum! ..
Það sem var alfyndnast voru þessi forskeyti ..kven - og karl- skólastjóri hmm.. ef við værum nú að tala um karl og konu sem væru bæði væru kvensjúkdómalæknar og myndu vera með kynbundnar áherslur myndum við segja til aðgreiningar þegar um þau væri rætt:
Karlkvensjúkdómalæknirinn og kvenkvensjúkdómalæknirinn ? ....
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Færsluflokkar
Tenglar
Bloggarar
Ýmsir sem blogga líka
Eva, Vala, Tobbi
Börnin mín þrjú - Öll stór ekkert smátt!
- Eva sæta, dóttir og djammari Eva og vinkonur blogga
- Fyrirsætan Vala í Gululínunni
Barnasíður
Börn vina og ættingja
- Ömmustrákur Ísak Máni ömmustrákur
- Ísold og Rósa
Bloggvinir
- johannavala
- lottarm
- sunnadora
- roslin
- amman
- jodua
- jenfo
- hross
- iaprag
- asthildurcesil
- biddam
- jonaa
- laufeywaage
- rutlaskutla
- liljabolla
- tigercopper
- rannveigh
- ringarinn
- skordalsbrynja
- lillagud
- lehamzdr
- ingibjorgelsa
- fjola
- danielhaukur
- gunnarggg
- ingibjorg-margret
- baenamaer
- zeriaph
- siggith
- thoragud
- arnisvanur
- orri
- geislinn
- sigrg
- svavaralfred
- toshiki
- vonin
- beggagudmunds
- ffreykjavik
- jevbmaack
- jakobk
- hallarut
- heidathord
- dapur
- goldenwings
- konukind
- aevark
- brandarar
- grumpa
- ingabaldurs
- joninaros
- gudni-is
- kaffi
- olafurfa
- alexm
- hlynurh
- krossgata
- joklasol
- liso
- malacai
- iador
- sigurdursig
- prakkarinn
- skolli
- photo
- robertthorh
- velur
- steinibriem
- perlaoghvolparnir
- veravakandi
- sms
- thordis
- svarthamar
- salvor
- konur
- vga
- vonflankenstein
- vefritid
- adhdblogg
- audurproppe
- bailey
- baldurkr
- bjarnihardar
- gattin
- bryndiseva
- cakedecoideas
- draumur
- skulablogg
- drum
- himmalingur
- holmfridurge
- h-flokkurinn
- ktomm
- katrinsnaeholm
- olimikka
- rafnhelgason
- rosaadalsteinsdottir
- sigurbjorns
- hebron
- saedishaf
- zordis
- thj41
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég man eftir því að þegar ég var í grunnskóla kenndu mér bara konur og fannst mér eiginlega bara fáránlegt að karlar gætu yfirleitt orðið kennarar. Skólastjórinn var svo aftur annað mál þar sem hann hlaut að vera menntaður skólastjóri en ekki kennari, hélt ég.
Svo mætti ég í sakleysi mínu fyrsta daginn í sjöunda bekk og þá var allt í einu kominn karlkyns stærðfræðikennari og kvenkyns skólastjóri. Skiljanlega hafa hugmyndir mínir um hlutverk kynjanna breyst mikið eftir það áfall.
Anna Karen Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 6.11.2007 kl. 16:38
Álíka fáránlegt og að tala um "skáldkonu" en ekki skáld.
Væri þá ekki rétt að tala um karlskáldið Jónas Hallgrímsson ??
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 6.11.2007 kl. 23:26
Hvað sem kynbundnum starfsheitum líður þá er ég hlynnt því að krakkar fái að fara í snjókast í frímínútum í skólum ef þau vilja
Margrét St Hafsteinsdóttir, 7.11.2007 kl. 02:48
Óttalega verða starfsheiti kvensjúkdómalækna hallærisleg með kynjaforskeyti. Eiginlega yrðu flest starfsheiti það: kvenleikskólakennari - karlleikskólakennari, kvenkennari - karlkennari, kventölvunarfræðingur - karltölvunarfræðingur, kvenprestur (þekkt reyndar) - karlprestur (hmm það væri nýtt í málinu).
Ef við erum að aðgreina starfsheiti með kynjum held ég að við ættum að venja okkur á að muna að karlkenna sérstaklega og gera okkur far um að segja til dæmis: karlprestur, karlrafvirki, karlforritari osfrv. Mér finnst það undirstrika meira en margt annað hvað þetta er hallærislegt.
Annars er auðvitað hægt að eiga samræður um hvernig kynin bregðast mismunandi við hlutum. Þá er eðlilegt að kyngreina.
krossgata, 7.11.2007 kl. 09:40
Takk fyrir skemmtilegar pælingar. Ég hef mjög gaman að orðsifjafræði og hugsa mikið um tungumálið, hvaða áhrif það hefur á okkur o.s.frv. Einu sinni heyrði ég 12 ára stelpu sem var að koma út úr messu í kvennakirkjunni segja: ,,Það er öðruvísi í kvennakirkjunni heldur en karlakirkjunni".. !
Eitt fyndnasta orð sem ég heyrði með kynjaforskeyti var: ,,kvenfyllibytta"
Margrét: Ég held ég sé sammála þér, en bannað að setja steina í snjóboltana .. og kasta framan í fólk með gleraugu! ....
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 7.11.2007 kl. 11:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.