A Salute to the Suburban Superwoman! Þvottavélin neitar að dæla..

þvottavél

Þvílíkur bömmer, ég var að flytja endanlega inn á sambýlinginn og gera húsið ,,hans" að mínu. Þvottavélin hans fékk m.a. að víkja fyrir minni en hún fór í "fýlu" við flutninginn og neitar að dæla vatninu út!... Er ekki einhver með góð ráð hvað gæti verið að ? ..

Well, þetta er nú varla stærsta vandamálið í mínu lífi, .. held  ,,happy face" alltaf, það er bara ágætt!  WhistlingGrin ..

"Ef þú ert súr, vertu þá sætur,
sjáðu í speglinum hvernig þú lætur,
ekkert er varið í sút eða seyru,
teygð' á þér munnvikin útundir eyru.


Galdurinn er að geta brosað,
geta um hláturböndin losað,
geta hoppað sungið, hlegið,
endalaust! .. "LoL


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hei, ég veit nánast minna en ekkert um þvottavélar og mekkanisma þeirra, en eitt veit ég og það er að ef vélarskömminn dælir ekki af sér vatni, þá er sían full, þarf einfaldega að tæma hana og málið er dautt.

Gangi þér vel

Jenný Anna Baldursdóttir, 7.11.2007 kl. 21:29

2 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Ég kann að setja í þvottavélar og taka úr þeim og ýta á "on" !

Gangi þér vel í þessu og góða nótt

Sunna Dóra Möller, 7.11.2007 kl. 22:45

3 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Jenný og Gunnar   = ég hristi höfuðið yfir þessu fyrst og hugsaði, ætli þau haldi að ég sé ,,idjót" ..(eða manden I huset) .. eeeenn sían var  komin með tvö atkvæði...svo ég ákvað ég að opna aftur sigtið (og út flæddi vatnið) og tróð hendinni inn og BINGÓ fann þar eina skrúfu sem stöðvaði allt. Skrúfan var upprunalega í buxnavasa sonarins, en þær buxur brostu einmitt breitt til mín út um þvottavélalúguna!  ... Takk fyrir ráðin, nú malar mín dönskumælandi þvottavél og er hætt að segja ,,pumning tilstoppet" .. Gleði, gleði, gleði.....

Sunna = Takk fyrir góðan hug ..  þið sem ,,heilög" þrenning hafið létt af mér þvottavélaraunum mínum!    

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 8.11.2007 kl. 08:49

4 identicon

Hæ, þið eruð algjörir snillingar, frábært að eiga svona bloggvini, svo er kvæðið þitt ótrúlega skemmtilegt og uppörfandi.    Eru einhverjar nýjar fréttir frá Kína?  Stelpan talaði um að blogga eitthvað um ferðina - ég ég gleymdi að ath. hvar bloggið verður  !!!

Odda (IP-tala skráð) 8.11.2007 kl. 11:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband