Bloggdólgar undir grímu ...

 

Ágætu bloggarar, þegar ég skráði mig hér á bloggið skrifaði ég nafnið mitt, setti inn mynd af mér og gerði stuttlega grein fyrir mér. Mér fannst það sjálfsögð kurteisi við þá sem væru að lesa það sem ég setti fram. 

Í sumum tilfellum skráir fólk sig og setur fram dulnefni og við vitum í raun ekkert eða lítið um persónuna þar á bak við. Ekki einu sinni kyn viðkomandi, þó það skipti ekki alltaf máli. Þetta fólk getur verið sárasaklaust eins og dæmin sanna. Því miður er það ekki alltaf.  

Þeir sem þekkja til bloggheimsins eru farnir að þekkja ,,bloggdólgana" sem skrifa nafnlaust eða undir dulnefni og koma svo inn í athugasemdakerfið og bera fram fordæmandi ,,boðskap." Ausa yfir fólk svívirðingum og dónaskap allt á bak við grímu. Ég líkti þessu við Klu, Klux, Klan í athugasemd um daginn.

Þetta er í raun tvíeggjað því að sumir eru hræddir viða að koma fram undir sínu nafni af ótta við að verða fyrir persónulegum árásum og svívirðingum einmitt þessara ,,bloggdólga" sem ég vil kalla svo.

Niðurstaða mín er þó þessi:

Ef ég væri Moggabloggsstjóri myndi ég gera það að skilyrði að fólk segði deili á sér, gæfi a.m.k. upp rétt nafn. Fólk á að geta staðið undir skoðunum sínum.

DrHood 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég er sammála þér að hluta til, en ekki að öllu leyti.  Sumir skrifa hér á blogginu og sjá sig hafa ástæðu til að gera það nafnlaust vegna t.d. fjölskyldu eða aðstæðna.  Það truflar mig ekkert, enda eru þeir bloggarar ekki í neinu skítkasti eða með dónaskap.  Það gegnir öðru máli þegar skítkastarar fela sig á bak við nafnleysi, þar hef ég zero tolerans.

Takk fyrir færslu.

Jenný Anna Baldursdóttir, 10.11.2007 kl. 10:17

2 Smámynd: Huld S. Ringsted

Ég er sammála en segi eins og Jenný, það eru til nafnlausir bloggarar sem eru ekki með skítkast. Ömurlegastir eru þeir sem eru ekki skráðir bloggarar og hella skít og ógeði yfir hvern þann sem bloggar eða tjáir sig í athugasemdakerfinu. Ég hef sjálf lent í bloggara sem var skráður undir nafni með mynd og öllu.

Huld S. Ringsted, 10.11.2007 kl. 10:30

3 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Þakka ykkur fyrir góðar athugasemdir Jenný og Huld.  

Jenný;  ég skil þetta  með fjölskylduna og aðstæður. Ég lenti einu sinni í þannig skrifum að hvorki mér né fjölskyldu minni varð ekki rótt og leið illa og endaði ég með að eyða þeirri færslu og athugasemdum, þeirra vegna og allra vegna.

Huld: Eflaust ætti maður að nýta sér þetta kerfi sem gerir manni kleift að lesa athugasemd áður en hún birtist. Það er vont að vakna upp við það að yfir mann er hellt formælum, hvort sem það er nafnlaus eða nafngreindur bloggari. Held samt að þeir nafnlausu séu óhræddari við það.

Ég vil taka það fram að ég hef skrifast á við nafnlausa bloggara og eru þeir margir málefnalegir og kurteisir. Það er samt svolítið ójafn ,,leikur" að þeir viti svona mikið um mig, geta ,,gúglað" .. og fleirra. Á meðan ég veit lítið eða ekkert um viðmælandann!

Það er sjónarmið að fá að tjá sig undir dulnefni, en það sem skemmir fyrir því sjónarmiði eru auðvitað áðurnefndir dólgar sem gera það og held ég að þeim myndi fækka ef reglunum yrði breytt... hmm..hugsa þetta áfram.. gott að fá svona innlegg um þetta og pælingar!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 10.11.2007 kl. 11:31

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég vil taka undir þennan þarfa pistil þinn, Jóhanna.

Með góðri kveðju,

Jón Valur Jensson, 10.11.2007 kl. 16:59

5 Smámynd: krossgata

Það er augljóst að ég er ekki sammála.    Ef fólk er rætið og ókurteist þá er það það hvort sem það skrifar undir nafni eða ekki - það er nákvæmlega það sem ég sé á blogginu.

krossgata, 10.11.2007 kl. 17:09

6 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Sæl krossgata/gáta, þú ert mér nú svolítil gáta.   Ég er búin að reyna að spá í þig og bakgrunn þinn. Mér finnst þú skemmtileg og hef nú ekki miklar áhyggjur að skrifast á við þig! 

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 10.11.2007 kl. 18:25

7 Smámynd: krossgata

 Ég reyndar gef upp nafn sé þess óskað eða ef þarf (sem hefur komið fyrir).  Netfang er í Um höfundinn á blogginu mínu, ásamt smá bulli sem ber að taka hæfilega lítið mark á. 

krossgata, 10.11.2007 kl. 19:54

8 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Já og svo eru þeir sem gefa upp nafn en sigla undir fölsku flaggi að öðru leyti.  Þykjast jafnvel vera formenn einhverrra félagasamtaka sem ekki eru til osf.  En svona rugl er ekki einskorðað við blogg heldur er þetta víst einhver hluti af flóru mannlegra samskipta.

Sigurður Þórðarson, 11.11.2007 kl. 16:40

9 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Vá, fattaði þetta ekki Sigurður. Sumir búa kannski bara til persónuna Guðrúnu Jónsdóttur, félagsráðgjafa og eru allt aðrir.. úps..ég á það svolítið til að treysta fólki of mikið hehe..

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 11.11.2007 kl. 17:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband