Gengið á Helgafell í Mosfellsdal..

Fór í hressandi  tæplega tveggja tíma gönguferð ásamt makanum, einni samstarfskonu og maka hennar með liðlega 40 nemendur úr skólanum í dag. Hef farið tvær göngur árlega og í dag var komið að haustgöngunni. Eiginlega vetrargöngunni. Kalt var til að byrja með en okkur hitnaði fljótt við hreyfinguna. Frábært útsýni yfir Reykjavík af toppnum! ... Fjallið/fellið 217 m yfir sjávarmál sem þykir ekki sérlega hátt!

Helgafell_Hraðbraut 044Helgafell_Hraðbraut 043

Göngustýra merkir við..                  Full rúta af fólki..

Helgafell_Hraðbraut 020Helgafell_Hraðbraut 035

Liðið stillir sér upp fyrir myndatöku..  Ágætt útsýni

Helgafell_Hraðbraut 037Helgafell_Hraðbraut 026

Kalt á toppnum..

Helgafell_Hraðbraut 046Helgafell_Hraðbraut 034

Ómissandi maður við ,,smalamennskuna" ..   

Helgafell_Hraðbraut 025Helgafell_Hraðbraut 031

Sætir og ,,svalir" nemendur ...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: krossgata

Myndarhópur.  Það er hálfnepjulegt að sjá þarna á myndunum.  Brrrrr.

g geng stundum á Úlfarsfell.  Það er ágæt ganga.  Það er orðið langt síðan vegna fótafúa, en stendur allt til bóta.  Ætti að geta tekið göngur upp aftur með vorinu. 

krossgata, 11.11.2007 kl. 16:47

2 Smámynd: Sunna Dóra Möller

 Meira hvað þið eruð dugleg .... ég gekk mér til hlýju í Smáralindinni

Sunna Dóra Möller, 11.11.2007 kl. 16:48

3 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Það var kalt til að byrja með en svo lagaðist það. Var búin að segja krökkunum að vera með húfu, vettlinga o.s.frv. en hmmm..  Mig langar á Úlfarsfell líka!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 11.11.2007 kl. 17:37

4 identicon

Hey mom...

Var að pæla... sko... þurfum við ekki að setja linkinn hér inn til að kjósa völu?

Var að skoða og sé að það skiptir máli: Nú þurfum við öll að fara að kjós okkar fallegu stelpu, einu sinni á dag úr hverri tölvu. Bara eins og vanalega... Vakna, fá sér morgunmat, bursta tennur, lesa moggann og kjósa Jóhönnu VÖLU sem miss world ????? ÁFRAM ÍSLAND !!!

http://pageant-beauties.tripod.com/id41.html

Þetta er linkurinn...... kv. Eva Lind.

Eva Lind Jóns og Jóhönnudóttir :) (IP-tala skráð) 12.11.2007 kl. 10:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband