Kínablogg númer tvö.

Vil byrja á því að þakka góðar kveðjur frá síðasta bloggi.

Kínasápan heldur nú áfram:

Sviðsmynd: Klukkan er 16:47 á íslenskum tíma en 00:47 á kínverskum. Ligg uppí rúmi á miðju gólfi ásamt glaðvakandi Viðhenginu sem les bók og er ég nýbúin að horfa á franska mynd með enskum texta í kínversku sjónvarpi.Erum bitin af maurum og/eða moskítóflugum og getum því miður ekki bitið til baka!

Kína III 002

Rúmið á miðjunni, bak við sést inn á bað..

Sól og hiti í dag og lágum og lásum við við sundlaug. Ég las í bók eftir japanskan höfund og Viðhengið þýskan, en vorum á kínverskum sundlaugarbakka, svo það sé á tæru. Grin

Kína III 005

Séð af hótelsvölum, sundlaugarbarinn..

Laugin var pinku köld, en ekki eins köld og sú sem við Hulda systir böðuðum okkur í á Kanarí, þegar við fórum í single-systraferðina hér um árið að leita að ímynduðum Svend og Ake, arkitektum frá Svíþjóð. Whistling .. Viðhengið er ekki mikið gefið fyrir að liggja í sólbaði og vildi hreyfingu svo við leigðum okkur hjól og hjóluðum í rúman klukkutíma um svæðið. Þetta svæði er í raun bara eins og Miami Beach í Flórída, hrikalega flott hótel, golfvöllur og drýpur hunang af hverju strái (á yfirborðinu). Bak við dýrinds hótelin má sjá kofaborgir þar sem mjög svo fátækt fólk býr. Andstæðurnar vekja mann til umhugsunar....

Við vorum örugglega svolítið kómísk á hjólunum tveir langintesar.

Hér eru varðmenn um allt að passa að við förum ekki inn á þetta eða hitt svæðið og vorum stöðvuð nokkrum sinnum! Í hjólatúrnum fórum við framhjá ,,main attractions" hér í kring og er það fiðrildagarður og eitthvað sem heitir ,,Underwater World."

Við römbuðum á ströndina í gær og er það æðisleg strönd með svona pálmasólhlífum. Vonandi getum við buslað svolítið á morgun.

Hvert var ég nú annars komin síðast ? Já, þá vorum við á leiðinni í kínverska hundlausa morgunmatinn, en hann er nú svona bara blandaður af ýmsu vestrænu líka. Geta egg annars ekki alveg verið spæld hvort sem þau eru kínversk eða íslensk ? Munurinn liggur helst í því að hér er hlaðborð á morgnana af kínamat líka, svona bara svipað og heima og líka sushi. Við fórum í gönguferð eftir morgunmationn og Jaki Ungfrúnnar kom frá Texas og féllust þau í langþráða faðma hvers annars sem Cathy og Heatchliff þegar hún kom heim úr æfingum seinni partinn.

 Kína III 015

Ungfrúin og Jakinn. Barbie og Ken hvað ??? ...

 Þó Jakinn væri mættur var taskan hans ekki með svo Viðhengið lánaði honum skyrtu fyrir ,,Family and Friends dinner" sem haldinn var síðar um kvöldið í boði Júlíu Morley nokkurrar á Holiday Inn. Vel var boðið - enn eitt hlaðborðið (hundlaust) og kínverskt rauðvín sem heitir ,,Sunshine" Segja má að þó við höfum fengið okkur rauðvín þetta kvöld höfum við ekki orðið "full of Sunshine."LoL 

Hæfileikakeppni var meðal drottninganna, sungið og dansað og grínað. Drottning frá Ghana sem lék gamla afríska konu og fíflaðist heilmikið vann titilinn Miss Talent og það fannst drottningarmóður flott því það sýnir stelpunum að það er allt í lagi að kjánast svolítið og taka sig ekki of hátíðlega. Cool 

Ég er búin að læra að segja takk á kínversku en það er ca: scheischei og svo kalt vatn: bingsei (eða eitthvað svol.. ) Það er sáralítil enska töluð hér og mikið notað af látbragði.

Vala stendur sig mjög vel í þessu öllu, missir ekki dampinn þrátt fyrir stanslaust puð frá morgni til kvölds og getur ekki verið mikið með okkur og Jakanum sínum.

Nú er ég að sofna og viðhengið sofnað nú þegar því ég er búin að vera svo lengi að blogga! Crying ... Knús og krams frá KÍNA.

 

Kína III 003

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Huld S. Ringsted

Mikið öfunda ég ykkur að vera í Kína, hlýtur að vera stórkostleg upplifun!! Hafið það sem allra best.

Ungfrúin og Jakinn flott, miklu flottari en Ken og Barbie

Huld S. Ringsted, 28.11.2007 kl. 08:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband