Miðvikudagur, 28. nóvember 2007
Kínablogg númer þrjú!
..Það er svo mikið að gera hjá Ungfrúnni að hún hefur lítið komist til að blogga sjálf en hún skrifaði eitt smá en henni veitir ekkert af hvatningu í kringum þessar ofurdívur sem eru á svæðinu. Þær er hægt að senda hérna:
Í dag á Tryggvi minn afmæli. Kalla hann réttu nafni í dag í tilefni dagsins þó hann sé sáttur við viðhengistitilinn - eða það vona ég hehe.. .. Sonur hans; Tryggvi "Júníor" á líka afmæli og er fimm ára hvorki meira né minna. Hann fékk símtal frá pabba sínum og mér sýndist nú pabbi gamli bara tárast..... Það er erfitt að vera hinum megin á hnettinum þegar lítill kútur á afmæli.
Letidagur í dag, prófaði að fara í sjóinn sem var mátulega heitur og röltum aðeins á ströndinni. Hittum svo Ungfrúna sem var nýkomin úr viðtali og sátum með henni um stund og skildum hana svo eftir hjá Jakanum sínum. Ætlum huggó út að borða í kvöld í tilefni dagsins.
Hafið það gott krúslur.. set inn nokkrar myndir!
Athugasemdir
Til hamingju með manninn þinn og son hans ! Frábærar myndir og þið eruð aldeilis flott, ég get nú ekki annað en viðurkennt að ég væri til í að vera þarna í hitanum og þessu flotta umhverfi .... enn ekki hér bak við tölvuskjá !
Bestu kveðjur og hafið það áfram gott í Kína
Sunna Dóra Möller, 28.11.2007 kl. 11:06
En gaman að fylgjast með :) Kærar kveðjur til Kína!
Gangi ykkur mæðgum og mökum vel.... :)
hryssa (IP-tala skráð) 28.11.2007 kl. 12:06
Nú er frost á Fróni,
frýs í æðum blóð.
Kveður kuldaljóð,
Kári´ í jötunmóð...
og svo fær maður fréttir um að það sé 30° hiti og sól á Kínaströnd... og það í morgunsárið rétt áður en lagt er af stað út í ískaldann morguninn... Birrr..
Það hvað vera fagurt í Kína
þar keisarans hallir skína
hvítar við safírsænum...
Þetta er sem sagt munurinn á Íslandi og Kína í dag... Við Jónas erum greinilega EKKI á réttum stað núna.
Innilega til hamingju með afmæli feðganna (og þitt um daginn.. gleymdi mér aðeins ) skilaðu góðri kveðju til þeirra...
Það er nú gott að viðhengið er glaðvaknað og komið með nafn.
Hlökkum til að sjá ykkur aftur! Jónas biður að heilsa.
sissa (IP-tala skráð) 28.11.2007 kl. 13:36
Til hamingju með daginn. Þú hefur eignast flottan tengdason þarna..þvílíkur sjarmör..hentar vel svona fegurðardrottningu
Elva (IP-tala skráð) 28.11.2007 kl. 15:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.