Kínablogg númer fjögur!

Sögusvið: Klukkan er 13:11 á kínverskum, 05:11 á íslenskum tíma. Viðhengið er að leggja sig - ég sit að sjálfsögðu við tölvuna. Vöknuðum við hringingu frá Jakanum um kl. 8:00 í morgun og fórum í morgunmat.

Drottningar höfðu ,,frjálsan" tíma milli 10:30 og 12:30 og sátum við úti við sundlaug, Ungfrúin og Jakinn í heitapottinum næstum allan tímann. Við Viðhengið héngum með Hr. og Frú Englandi sem eru orðin ágætir vinir okkar. Kósý hjón sem reka blómabúð í litlum bæ í Englandi, Moulton eða eitthvað svoleiðis. Móðir Ungfrú Suður-Afríku kom í gærkvöldi og er hún mjög ,,fitt" og leit Ungfrúin á móður sína og spurði eða fullyrti réttara sagt: ,,Þú hefur ekki verið sérlega dugleg í ræktinni undanfarið, er það" ? .. Hmm..Crying Ákvað að hanga bara áfram með mömmu Miss England því að hún er svona með nokkuð normal móðurlúkk!LoL 

Ætlum að prófa að fara inn í höfuðborgina í dag og svo borða með Englandsdrottningarmóður og föður í kvöld. Fórum í gærkvöldi á japanskan stað og borðuðum æðislegt Sushi og drukkum ekki svo æðislegt Sake (hrísgrjónavín).

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

HAHA.... Hún er æði, heyri alveg í henni...... Æði að heyra að allt er svona gott og gaman, við erum nú farin að langast eftir ykkur heim!

Máni er veikur, já! í þriðja skiptið í Nóv! úfff... alveg svakalegur! Annars bara allt í góðu, búin að þrífa hátt og lágt því tengdó nottlega að koma á morgun ... hih

Kíkjum eftir fánanum og borðunum á morgun í sjóninu... ÁFRAM VALA :)

hih... knus til ykkar... Eva.

Eva (IP-tala skráð) 30.11.2007 kl. 11:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband