Síðasta blogg frá Kína!

Jæja - nú er Miss World liðin og heimsóknin til Kína búin. Ungfrúin stóð sig súpervel og auðvitað sætust fannst okkur þó að dómnefndinni fyndist það ekki! Wink .... Það er mikill léttir fyrir Ungfrúna að vera laus því þetta hefur vissulega verið eins og í stofufangelsi..þar sem hún þurfti að hafa fylgdarkonu hvert sem hún fór og í gær þurfti ég að skrifa undir ,,release contract" um að ég tæki hana yfir en þá gat hún farið frjáls ferða sinna.

Kína VIII 056Kína VIII 077Kína VIII 057

Svipmyndir frá keppninni og Vala með Jake ....

Ungfrú Kína varð Ungfrú Heimur og ágætlega að titlinum komin, fáguð og falleg....

Klukkan er nú um 8:30 hér í Kína að morgni og síðasti dagurinn okkar. Við fórum á ströndina í gær og var sjórinn hlýr og góður. Leigðum okkur aftur hjól og versluðum perlur á markaði, hálsmen, armbönd, hringa og eyrnalokka. Þar er prúttað stíft og var Tryggvi mun betri í því en ég en Þetta var voða fínerí. Svo voru keypt kínanáttföt á litlu gúbbana heima! Wizard ... Við hlökkum til heimkomunnar á gamla góða Ísland og heima bíður fjölskyldan og vinir - en langt langt ferðalag framundan, ca 30 tímar! Eigum þennan dag eftir og svo komum við heim seinni partinn 3.des.

KNÚS Á YKKUR .....

Kína VIII 032

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég hlakka, við hlökkum.

Briet (IP-tala skráð) 2.12.2007 kl. 00:58

2 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Góða ferð heim

Sunna Dóra Möller, 2.12.2007 kl. 13:12

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ævintýrið á enda.  Ég er viss um að Vala var okkar heiður og sómi.  Skil vel að það sé gott að það sé búið og allir geta vel við unað.  Góða ferð heim. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.12.2007 kl. 18:02

4 Smámynd: krossgata

Úff næstum vinnuvika í ferðalag.  Góða ferð.

krossgata, 3.12.2007 kl. 11:21

5 identicon

horfði í fyrsta sinn í mörg ár á keppnina í heilu lagi, voða spennt. Mér fannst þín sætust auðvitað...  Gaman að heyra hvað þetta var gaman hjá ykkur. hilsner

hryssa (IP-tala skráð) 3.12.2007 kl. 16:08

6 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Takk þið öll sem senduð góðar kveðjur.

Ferðin heim gekk vel, - er þó með svaka ,,jet-lag" og svimar mikið enda ferðalagið langt. Skrítið að koma heim og sjá öll jólaljósin! Knús á ykkur.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 4.12.2007 kl. 08:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband