Þjóðsöngur Íslending og sálmur 90, smá fróðleiksmoli.

Var á heimleiðinni úr vinnu í gær að hlusta á umræður á Bylgjunni um þjóðsönginn og voru útvarpsmenn að spekúlera í uppruna hans og gerð, hvor hann væri sálmur eða ekki.  Ég er ekki týpan til að hringja í beina útsendingu en langaði auðvitað að upplýsa, þó það litla, sem ég hef kynnt mér og lært um tilurð hans:

Sl 90 og þjóðsöngurinn:
Þjóðsöngur Íslendinga er saminn út af 90. sálmi Davíðs, en fyrir þá sem ekki vita eru Davíðssálmar hluti Gamla testamentisins.  Matthías Jochumsson orti sálminn í tilefni af þúsund ára afmæli Íslandsbyggðar 1874. Lagið samdi Sveinbjörn Sveinbjörnsson tónskáld að áeggjan Matthíasar en Sveinbjörn var gamall bekkjarbróðir Matthísar.  Lofsöngurinn var frumfluttur í Dómkirkjunni 2. ágúst það ár.

Þeir sem hafa áhuga á þessu geta lesið meira hérna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Huld S. Ringsted

Þetta vissi ég ekki.

Huld S. Ringsted, 5.12.2007 kl. 20:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband