Jóli, jóli, jól....

Nú er loksins að verða jólalegt hér í húsinu. Dró fram allt jólaskraut hans og míns í gær og skreytti - setti á jólageisladisk og jólasveinahúfu á hausinn á mér og þeim fimm ára og svuntu og fílaði mig eins og jólamömmu. Fann fullt af tómum jólakökudunkum sem þarf að fylla og því þarf að bretta upp ermar. Stóri strákurinn minn kom heim til mömmu og gisti því hann er lasinn svo nú er ég með 2/3 af börnunum undir vængnum.

Kveikti á útvarpinu í morgun akkúrat þegar Valdís Gunnarsdóttir var að skamma Björn Jörund fyrir að mæta of seint í beina útsendingu! Hann svaf yfir sig drengurinn!!!! Ó þessi kynslóð hehe.. Gasp .. 

Langar að fara að kaupa stærsta LIFANDI jólatré sem ég finn, til að bæta upp fyrir jólatrésleysið í fyrra meðal annars!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Skil vel að þú viljir bæta þér upp jólatrésmartröðina frá í fyrra, sem btw er ógissla fyndin saga, en... kona góð, tíminn líður trúðu mér og til að lenda ekki í hörmungum myndi ég hendast af stað ekki seinna en strax.

Kveðja frá

kertasníki

Jenný Anna Baldursdóttir, 9.12.2007 kl. 11:31

2 Smámynd: Huld S. Ringsted

Segi það sama og Jenný, ég myndi drífa mig hið fyrsta ef ég væri þú og kaupa jólatré.

Huld S. Ringsted, 9.12.2007 kl. 23:11

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já einmitt, það geymist vel úti á svölum, eða í garðinum, vel falið hehehe.. Annars er gott að setja jólatréð í bað áður en það er sett á sinn stað.  Fylla baðkarið af heitu vatni og setja tréð á kaf, láta það taka í sig rakann, síðan er gott að setja sjóðandi vatn í dallinn sem það stendur í, þar er til að loka fyrir æðarnar, svo barrið haldist lengur.  Gangi þér vel Jóhanna mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.12.2007 kl. 10:41

4 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Takk fyrir góð ráð og kveðjur! Fórum í Garðheima og keyptum STÓRT jólatré. Það er sko útá svölum en var hrædd um að það fyki í gær. Er búin að finna stað og ég tek örugglega mynd á Þorláksmessu þegar það er komið upp!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 11.12.2007 kl. 16:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband