Miðvikudagur, 12. desember 2007
Litli bróðir að blogga í Danmörku og fjör í fjölskyldunni...
Hann Binni bróðir og hans ektakvinna tóku sig upp í haust, seldu veraldlegar eigur sínar á Fróni og fluttu til Danmerkur. Hann fór til frekari mennta í Kaupmannahafnarháskóla og frúin ætlar að finna sér vinnu. Synirnir fara í skóla og að vinna.
Það er öðruvísi lífið í Köben - hálfgert vetrarfrí hjá þeim ennþá. Hann var að blogga um jólakjötsúpu hér.
Heima hjá mér fyllist allt af afkomendum, ..öll herbergi full í nótt og tvímennt í tveimur. Mig grunar að svefnsófar og dýnur verði upptekin á ,,hájólum"..
Ég elska að hafa stóra fjölskyldu og gaman hvað míns og hans eru góðir vinir. Það er ekki alltaf á vísan að róa í svoleiðis efnum.
Í gær fór ég svo að heimsækja tvíburasnúllurnar hennar Lottu systur, þvílíkur gleðigjafi sem þær eru Ísold og Rósa!
Í kvöld kemur svo litli prinsinn hann Máni krúsímús í mat til ömmu sinnar (að vísu mamma og pabbi með) ...
Börn eru yndi.
Ísold og Rósa Ísak Máni ..ömmustrákur
Athugasemdir
Algjört krútt ömmustrákurinn þinn
Huld S. Ringsted, 12.12.2007 kl. 14:28
Þau eru sætust
Sunna Dóra Möller, 12.12.2007 kl. 18:08
Ó já þau eru yndisleg
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.12.2007 kl. 16:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.