Litli bróðir að blogga í Danmörku og fjör í fjölskyldunni...

Hann Binni bróðir og hans ektakvinna tóku sig upp í haust, seldu veraldlegar eigur sínar á Fróni og fluttu til Danmerkur. Hann fór til frekari mennta í Kaupmannahafnarháskóla og frúin ætlar að finna sér vinnu. Synirnir fara í skóla og að vinna.

Það er öðruvísi lífið í Köben - hálfgert vetrarfrí hjá þeim ennþá. Hann var að blogga um jólakjötsúpu hér.

Heima hjá mér fyllist allt af afkomendum, ..öll herbergi full í nótt og tvímennt í tveimur. Mig grunar að svefnsófar og dýnur verði upptekin á ,,hájólum"..

Ég elska að hafa stóra fjölskyldu og gaman hvað míns og hans eru góðir vinir. Það er ekki alltaf á vísan að róa í svoleiðis efnum.

Í gær fór ég svo að heimsækja tvíburasnúllurnar hennar Lottu systur, þvílíkur gleðigjafi sem þær eru Ísold og Rósa!

Í kvöld kemur svo litli prinsinn hann Máni krúsímús í mat til ömmu sinnar (að vísu mamma og pabbi með) ...

Börn eru yndi.

snúllur Ísak Máni

Ísold og Rósa                                 Ísak Máni ..ömmustrákur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Huld S. Ringsted

Algjört krútt ömmustrákurinn þinn

Huld S. Ringsted, 12.12.2007 kl. 14:28

2 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Þau eru sætust

Sunna Dóra Möller, 12.12.2007 kl. 18:08

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ó já þau eru yndisleg

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.12.2007 kl. 16:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband