Hvað er kristilegt siðgæði ? ..

 

Kristilegt siðgæði er tengt við Krist. Það byggir á ævi hans og starfi og þar af leiðandi Kristi sem fyrirmynd. Kristilegt siðgæði er að setja sig í fótspor hans lifa og starfa í þeim anda sem hann gerði.

Æðsta boðorð Krists var að elska náungann eins og sjálfan sig. Setja sig í spor náungans. Það álít ég vera grunninn í kristilegu siðgæði. Ein besta dæmisagan um kristilegt siðgæði er sagan af miskunnsama Samverjanum - sem hjálpar náunga í neyð, sama hver hann er og hvaðan hann kemur og jafnvel þó að einhver lög eða lögmál banni það Heart ..


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

úps það er útilokað fyrir nokkurn mann að lifa í þeim anda sem Jesú á að hafa gert, nema að gerast einhver útigangsmaður með messur hist og her og hafna veraldlegum gæðum.

Sorry þetta er ekki kristilegt siðgæði að elska náungann eins og sjálfan sig, er möguleiki á að elska náungann eins og sjálfan sig, það er mögulegt að bera umhyggju,virðingu fyrir öðrum thats about it

DoctorE (IP-tala skráð) 13.12.2007 kl. 15:50

2 Smámynd: Sigurður Karl Lúðvíksson

En hversvegna eigum við að sleppa sumu sem Ésú sagði? Hann sagði til dæmis að ekki einn einasti stafkrókur úr gömlu lögnum skyldi falla úr gildi. Hver velur þetta úr? Er það ekki bara hver og einn sem velur það góða úr og sker burt hið sjúka sem Ésú sagði? Erum við þá ekki bara að fylgja eigin siðgæði? humm humm humm ja ég skal ekki segja..... Ekki get ég með nokkru greint að þeir sem lifi eftir kristilegu siðgæði séu nokkru betri en aðrir. Vandamálið verður síðan þegar fólk hættir að treysta á eigið innbyggt siðgæði og fer að fara bókstaflega eftir öllu sem stendur í ritinu.

Kv

Öfgamaðurinn

Sigurður Karl Lúðvíksson, 13.12.2007 kl. 16:23

3 Smámynd: Sunna Dóra Möller

 Sammála þér!

Sunna Dóra Möller, 13.12.2007 kl. 19:13

4 identicon

Ég veit ekki...

í gamla testamentinu er talað um að ef barn sitt er þrjóskt, "rebellious" og hlýðir ekki foreldrum sínum þá á að gríta það til dauða.  Þetta sendur jú vissulega í gamla testamentinu en eins og Sigurður bennti á þá stendur í nýja testamenntinu að Jesús hafi sagt: "Think not that I am come to destroy the law, or the prophets: I am not come to destroy, but to fulfil."

Heldur svo áfram í kafla 5:19

Whosoever therefore shall break one of these least commandments, and shall teach men so, he shall be called the least in the kingdom of heaven: but whosoever shall do and teach [them], the same shall be called great in the kingdom of heaven.

Fyrir utan að í nýja testamentinu stendur að eigi ekki að leyfa konum að tala í kirkjum.  *linkur*

Væri kristilegt siðferði að selja allt sem ég ætti til þess komast til himnaríkis með Jesús? :S *link* Það er ekki nóg að stela aldrei, drepa aldrei, vera ekki hindurvitni, virða föður og móður o.sv.frv. til þess að komast til himnaríkis, heldur er nauðsynlegt að selja allt sem maður á til þess að komast þangað. 

Fyrir utan að maður þarf alltaf að elska Jesús meira en hvern sem er; föður eða móðir, son eða dóttur eða elskhuga.

Þetta finnst mér allt verulega skrítið.  Vil ég helst trúa því að við höfum flest í okkur þennan "kristilega siðfræði" sem fólk vill í raun meina, innbyggt í okkur meira og minna.  Kristinfræði vill bara svo heppilega til að hafa mikið af þessum "siðfræðilegu" hlutum svo margir vilja meina að hún sé þá verður hún sjálfkrafa "kristin".  Það finnst mér vera þó svipað og að segja að það sé aðeins til "net fréttir" og það ætti að kalla það "net fréttir" því á netinu er stundum miðlað fréttum.  Kannski slappt dæmi en ég held og vona að minn punktur hafi komist á framfæri.

 Takk fyrir.

Vífill (IP-tala skráð) 13.12.2007 kl. 20:17

5 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Takk öll fyrir athugasemdir sem eru áhugaverðar. Við Sunna erum nú sammála um flest, en DoktórE, Siggi og Vífill ég vona að ég geti svarað síðar. Ég er með flensu og held ég bíði með svör þar til að ég get farið að hugsa skýrar.

Knús á ykkur.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 14.12.2007 kl. 14:25

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Láttu þér batna flensuna Jóhanna mín.  Það er margt sem við erum sammála um, ó biblian sé ekki eitt af því. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.12.2007 kl. 16:40

7 Smámynd: Birna M

Við verðum að athuga að þegar kemur að biblíunni, erum við með þýðingar í höndum. Þessi Jesús keypti okkur undan þessu lögmáli og leggur okkur bara eitt lögmál fyrir. Að elska náundann eins og sjálf okkur og gera við hvern eins og við viljum að gert sé við okkur, það er bottom line. Að rægja mann er að drepa hann sagði hann og að líta á konu girndarauga er það sama og halda framhjá með henni. Eða karl ef útí það er farið.

Birna M, 17.12.2007 kl. 09:08

8 Smámynd: krossgata

Skiptir það máli hvað við köllum siðgæðið eða kennum það við?  Núna virðist allt sem kennt er við krist úti og algert bannorð.  Þetta er svipað og rekinn væri áróður fyrir að kalla snjó bara mjöll og ekki megi kalla snjóinn snjó - enda bara ein komma yfir ó-inu, en tveir punktar yfir ö-inu og því augljóst að það sé málið að snjórinn verði alltaf kallaður mjöll.  Snjórinn er eftir sem áður vatnskristallar, hvað sem við viljum nefna hann. 

Ef ég vil kenna siðgæði mitt við krist og lýsi því yfir að þetta tvennt sem þú nefnir í pistlinum þínum sé megin inntak þess, þá bara hreinlega skiptir ekki nokkru máli þó það standi einhvers staðar í gamla testamentinu að einhver hafi drepið einhvern annan eða færa skuli Guði fórnir.

Mér finnst umræða undanfarinna vikna vera orðhengilsháttur fyrst og fremst.

krossgata, 17.12.2007 kl. 16:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband