Kristilegt siðgæði sett í frost, flensunni afneitað og flogið til Amsterdam..

Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan ég bloggaði síðast. Takk fyrir innleggin um Kristlega siðgæðið ... hef litlu við það að bæta - og þakka kveðjur til mín í flensunni...Fékk nefnilega ,,aðventuflensu" magapest og hita sem ég er búin að ná mér af, svo brá ég mér bæjarleið til Amsterdam með samstarfsfólki - það var alveg frábært!

Amsterdam 002 Við tékkinnmaskínuna...

Ferðin hófst á laugardagsmorgni, en þá var flugstöðin pakkfull af fólki sem hafði ætlað að ferðast á föstudegi, en eins og elstu menn muna þá féll niður flug þann dag. Samstarfskona mín var svo áköf þegar hún slengdi töskunni sinni í ,,tékkinnið" að hún lagðist flöt á færibandið með töskunni, svo það vakti mikla lukku hjá okkur hinum og jafnvel henni líka svona eftir á! Grin

Fórum mörg í Ríkislistasafnið og sáum m.a. myndir Rembrandts og er það ógleymanlegt.

Etið var á tíbetskum, indónesískum og grískum veitingastöðum auk viðkomu á pönnukökuhúsi og hinum ýmsu börum.

Amsterdam 025Amsterdam 029Amsterdam 060

Barinn sem var LANGFLOTTASTUR var auðvitað 300 ára gamall sjeniverbar þar sem við fengum að smakka bæði sjeniver og svo eitthvað gott Tounge.. (mér finnst sjeniver ekki sérlega gott)...

                Amsterdam 085Amsterdam 083

Jæja .. og nú er ég komin heim ... hittumst hér í kvöldmat með börnum Tryggva og Völu minni þar sem sú yngsta varð 19 ára í gær! Gáfum henni augnskugga og svo auðvitað ekta perlufesti frá Kína. Hún mátaði grímur sem við keyptum í ,,amsterdamískri" búð fyrir gamlárskvöld!

 

Amsterdam 137

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Huld S. Ringsted

Amsterdam! alltof langt síðan ég hef hitt hana!!  Þetta hefur verið æðislegt að komast aðeins frá jólaösinni.

Huld S. Ringsted, 19.12.2007 kl. 11:22

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Velkomin heim aftur Amsterdam, mér hefur alltaf fundist hún skemmtileg borg.  En það er orðið langt síðan ég kom þangað síðast, það var gaman að fara í smá sýkisferðalag, og svo var rauðahverfið forvitnilegt.  En það var alltaf líf og fjör. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.12.2007 kl. 11:40

3 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Velkomin heim....þú ert sannarlega á faraldsfæti....Kína...Amsterdam !

Ertu búin að kaupa jólatré

Sunna Dóra Möller, 20.12.2007 kl. 09:52

4 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Góð! .. takk Sunna mín. Það er alltaf annað hvort í ökkla eða eyra hjá mér.

Keypti stórt jólatré fyrir viku síðan. Mun taka mynd og setja hér á bloggið þegar ég er búin að skreyta. Mitt jólatré er alveg eins og jólatré...ekki í svart hvítu!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 20.12.2007 kl. 12:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband