Skrítin vinnubrögð við slysstað...eða hvað ?

Lítil stúlka lenti í hörmulegu slysi á sundlaugarbakka. Nú er þráttað um hvernig aðstæður voru. Hvort að skilti hafi verið á staðnum eða ekki og hvernig slysið bar að.

Skrítið að svona aðstæður séu ekki rannsakaðar og myndaðar áður en átt er við þær. Ég hefði haldið að þegar svona slys bera að höndum mætti ekki hreyfa við neinu fyrr en búið væri að rannsaka. En hvað veit ég - þetta er nú bara það sem ég hef séð úr lögregluþáttum.

Ég vona að elsku litlu dömunni og fjölskyldu hennar farnist vel og fái alla þá aðstoð og styrk sem henni ber. Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Ég vona það sama, að þessari stúlku og hennar fjölskyldu farnist vel. Þetta er alveg skelfilegt slys! Ég er sammála þér að aðstæður á slystað ætti að skoða og mynda strax eftir slys, það hlýtur að auðvelda rannsókn mála!

Eigðu góðan dag

Sunna Dóra Möller, 20.12.2007 kl. 09:51

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála, og ég vona að vel gangi að græða puttan á litlu dömuna.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.12.2007 kl. 22:15

3 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Sammála

Marta B Helgadóttir, 22.12.2007 kl. 12:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband