Sjötíuogfimm ætla að ganga á Þorbjörn.

Lagt á Esjun

Eitt af áhugamálum mínum er að koma ungu fólki (og sjálfri mér) út undir bert loft. Ég held að það skipti mjög miklu máli að fólk hreyfi sig ekki bara á hamstursbrettunum heldur gangi úti í öllum veðrum.

Útiloftið ætti að vera hollara en loftið í líkamsræktarstöðum þar sem blandast saman lykt af missveittum-og hreinum líkömum.

Ég hef tvisvar áður kallað saman "Hraðbrautlingana" mína og farið í gönguferð. Fyrri gangan var í Búrfellsgjá og sú síðari öllu erfiðari, en hún var á Esjutind. Í bæði skiptin fengum við afbragsveður svo ég er búin að panta gott veður á morgun líka. Í fyrstu gönguna fóru um 15 manns, ég eini starfsmaðurinn og 14 skemmtilegir krakkar úr Hraðbraut.  Það var fámennt en góðmennt. Seinni gangan taldi um 40 manns, þá mættu líka tveir starfsmenn auk mín. Nú stefnir í metþátttöku: Paolo, Eva Lind, Viðar og Siggi Stæ ætla að mæta og hjálpa mér með hópinn.  Um 70 nemendur hafa skráð sig til göngu, sem er auðvitað nýtt Hraðbrautargöngumet! Leikfimiskennarinn hafði farið áður með hópa fyrir okkur, áður en ég byrjaði að taka þetta að mér...vegna áðurgreinds áhugamáls Svalur  .. svona ganga styrkir líkamlega og andlega heilsu auk þess að við kynnumst á annan hátt en inní undir skólaþakinu.

 


Hraðbraut á toppnum

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband