2 dagar til jóla ...

Í dag er laugardagur og á morgun Þorláksmessa - ef einhver vissi það ekki!

Í dag ætlum við systurnar að hittast hjá mömmu og klára að undirbúa jólin fyrir hana. Síðan þarf ég að fara að kaupa rest af jólagjöfum, en er búin með flest sem betur fer- hjúkkit! .. Tounge

Heimasætan (Vala) er búin að pakka öllum sínum jólapökkum á þvílíkt listilegan hátt að hver pakki er eins og listaverk. Síðan fór hún í hollustuísgerð í gær og bjó til hina ýmsu ísa. Allt úr soja-eitthvað og lífrænt ræktuðum döðlum o.s.frv.

Hráefnið keyptum við að mestu í Fjarðarkaupum í gær, en ég fer alltaf að versla þar fyrir jólin, þess utan var auðvitað keyptur jólakalkúnn 6kg+, Hólsfjallahangikjöt, laufabrauð, hnetusteik, rækjur, graflax, grænmeti, ávextir og í raun allt sem maginn girnist...

Fimmáraguttinn er orðinn býsna spenntur, en fékk að vaka svo lengi í gærkvöldi þar sem við höfðum ,,kósýkvöld" þannig að hann næstum missti af jólasveininum, en þó ekki alveg.

Ég keypti á hann hvíta skyrtu í fyrradag og uppgötvaði þegar heim var komið að þjófavarnardótið var enn í henni!!!!.. Það þýðir aukaferð í Kringluna sem er ekki einn af mínum uppáhaldsstöðum.

Framundan eru jólin - jólaboðin eru óvenju mörg í ár auk brúðkaups vinafólks og stórafmælis fjölskyldumeðlims..

Jæja... þetta var nú bara svona smá morgunblogg.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já þetta er notalegur tími með fjölskyldunni.  Það er alveg nauðsynlegt að eiga svona tíma allavega einu sinni á ári.  Gangi þér vel með undirbúninginn Jóhanna mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.12.2007 kl. 10:15

2 Smámynd: Huld S. Ringsted

Gangi þér vel með undirbúninginn.

Gleðileg jól til þín og þinna, takk fyrir skemmtileg kynni á blogginu

Gif santa claus Images

Huld S. Ringsted, 22.12.2007 kl. 11:08

3 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Mikið væri ég til í að kunna að búa til hollustu ís......mínir eru allir með rjóma og súkkulaði og marsipan og og og....!

Eigðu góða jólaundirbúningsrest og góðan dag !

Sunna Dóra Möller, 22.12.2007 kl. 11:52

4 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Gleðileg jól

Marta B Helgadóttir, 22.12.2007 kl. 12:02

5 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Gleðileg jól mín kæra og hafðu það sem allra best  3D Santa 





Margrét St Hafsteinsdóttir, 22.12.2007 kl. 21:06

6 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Takk fyrir jólakveðjur yndislegu konur.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 23.12.2007 kl. 06:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband