Best að vera í sveitinni á gamlárskvöld ...

Ég hálf sé eftir því að hafa ekki bara leigt bústað um áramótin. Hef oft brugðið mér upp í sveit í kyrrð og ró. Síðustu áramót vorum við Viðhengið tvö ein í sveitinni og myrkrinu og það var engin mengun. Sprengdum eina köku um miðnætti sem sonur minn heimtaði að gefa okkur með ,,í nesti."  

Þetta voru yndisleg áramót, vona að þau sem fara í hönd verði líka góð.


mbl.is Búist við mikilli loftmengun á gamlárskvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Hafðu það gott í sveitinni !

Sunna Dóra Möller, 28.12.2007 kl. 16:21

2 Smámynd: Bergþóra Guðmunds

hl,,það er laust i ölfusborgum og munaðarnesi:)

Bergþóra Guðmunds, 28.12.2007 kl. 16:51

3 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Kæra Jóhanna.

Takk fyrir innlitið og skrifin á minni síðu.    

Ég verð að viðurkenna að mér finnst gaman að sjá flugeldasýninguna hér á gamlárskvöld en þá bara innandyra Ég er ekkert fyrir það að vera úti við og læt aðra um að sprengja. Hætti mér kannski aðeins út á svalir en fer varlega Ég bý á 4. hæð og hef mjög gott útsýni, ekki bara af svölunum heldur úr stofuglugganum líka.

Hafðu það sem allra best um áramótin og gleðilegt ár og takk fyrir samveruna í bloggheimum

Margrét St Hafsteinsdóttir, 28.12.2007 kl. 17:18

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þarna komstu með hugmynd handa mér, fyrir næsta ár.  Þoli ekki lætin um áramótin.  Svo geðveikt eitthvað.

Takk fyrir skemmtileg samskipti.

Jenný Anna Baldursdóttir, 28.12.2007 kl. 20:28

5 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Ég tek undir þetta, þarna komstu með góða hugmynd.

Marta B Helgadóttir, 30.12.2007 kl. 12:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband