Slökkviliðið og björgunarhelikopter á svæðinu !

Þríáringurinn hann Ísak Máni er í pössun hjá ömmu þennan daginn. Hann nýtur þess að leika með fjarstýrðan slökkviliðsbíl og rafhlöðuknúna björgunarþyrlu með fimmáringsins sem er nú fjarri föðurhúsum. Amman þarf að kalla ,,hjálp, hjálp" á fimm mínútna fresti og Máninn kemur og bjargar henni. Sprautaði að vísu ,,óvart" framan í hana vatni úr slökkviliðsbílnum áðan við mikla kátínu. LoL  Benti honum þá á að fara að slökkva frekar í brennandi blómum! ...

Annars njóta þessi tryllitæki hylli eldri karlmanna en þessara tveggja fyrrnefndu, en stundum komast gúbbarnir varla að fyrir pöbbunum!

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband