Byrgjum brunninn....

Ég horfði á myndina um Breiðavíkurdrengina í gær. Sorg fyllti hjarta yfir vonsku mannanna. Í myndinni var minnst á önnur heimili fyrir börn, Silungapoll og Jaðar. Þar þurfti undirrituð að vera í vistun að sumri til  sem barn ásamt yngri bróður, þar sem mamma var útivinnandi ekkja með okkur fimm og hafði ekki aðrar lausnir.

Þar var margt gott en líka margt vont - samt ekkert eins vont hjá mér eins og mennirnir lýstu í sinni vist í Breiðavík. Þekki þó þessa tilveru í ,,survival of the fittest" samfélags, auk þess þurfti ég að hafa augun á yngri bróður mínum.  Setti upp brynju. Var látin aðstoða við að skipta um um pissulök á rúmum hinna barnanna (var sjálf 7-8 ára). Var hrædd við strákana og þurfti að geta hlaupið hratt....  ekki meira um það.

Vonandi höfum við eitthvað lært - lifum í núinu og björgum þeim börnum sem eiga erfitt í DAG....... Ég vil þakka þessum mönnum sem komu fram og sögðu frá sinni reynslu ... og notum það einmitt til að bjarga öðrum og byrgjum brunninn áður en barnið fellur í hann.

Það sem einkenndi frásagnir og viðtöl ábyrgðarmanna  var að enginn virtist vita neitt - eða ekki þykjast vita neitt um þessa meðferð. Hvað getum við gert til að vera meðvitaðri um það sem er að gerast akkúrat núna. Hvar er pottur brotinn í dag ? ..


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halla Rut

Get rétt gert mér í hugarlund þá erfiðu aðstöðu sem þú og bróðir þinn hafið verið í. . Ekki síður hefur móðir þín átt erfitt og það hafa örugglega verið þung skref að þurfa að nota þetta neyðarúrræði.

Rétt hjá þér að benda á að það þurfi að hugsa nú um og tala um framtíðina og gæta þess að þetta komi ekki fyrir aftur. Hér þarf að vera skýrara hver ber ábyrgðina og óháð eftirlitsnefnd þarf að vera til staðar. 

Halla Rut , 7.1.2008 kl. 00:19

2 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Takk fyrir athugasemdir. Það var sumt í þessar Breiðavíkurmynd sem svaraði ýmsum spurningum fyrir mér. T.d. hvers vegna maður var svona mikill ,,jaxl" sem krakki  á þessum stað en brotnaði svo niður um leið og mamma fékk að koma í eina heimsókn.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 7.1.2008 kl. 15:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband