Uppáhalds stórasystir mín fimmtug í dag!

Hulda Kristín systir mín á stórafmæli í dag.  

Jólin 2007 II 035

 

Hún er orðin fimmtug og því fylgir auðvitað að hún er flott!

Vinkonur hennar mættu á bjölluna í morgun klukkan 8:00 með kampavín og jarðarber - og svo liggur leiðin í nudd og handsnyrtingu. Kaffihús með litlu systur klukkan 15:00 ..... annars verður aðalafmælið á laugardag en þá ætlar hún að bjóða okkur nánustu fjölskyldunni í ÓVISSUFERÐ úúúúú... spennó...

Hulda systir er algjör gullmoli. Fólk fer sjaldan tómhent frá henni. Hún elskar að gefa, hvort sem það eru veraldlegar eða andlegar gjafir.

Hún hefur gefið mér margar gjafir. Ég ætla samt bara að skrifa hér um eina.

Þá var ég á haus í lokaritgerðinni minni í guðfræðinni og eins og minn er siður á ég það til að ætla að gera allt á síðustu stundu og á mettíma - (og þar af leiðandi gera hálf útafvið mig andlega og líkamlega).

Ég sat sem sagt heima á Hallveigarstíg eins og brjálaður vísindamaður, pappírar og bækur út um allt og allt í rusli. Hárið í hnút og ekki ,,trace" af meiköppi í framan...Líkari smjörlíki en manneskju  W00t  Ég var komin á ,,Deadline" með ritgerðina og orðin býsna tensuð.

Hulda systir sem er algjör snyrtipinni og reglumanneskja svo sögur fara af. 5 cm á milli herðatrjáa í fataskápnum! Grin .. (smá ýkjur)..  kom stormandi inn til mín, bretti upp ermar og sjænaði alla íbúðina, raðaði blöðum og bókum og "Feng Shui-aði" allt svo hlutirnir voru í röð og reglu. Mér leið ekkert smá vel að fá svona skipulagskonu til að koma reglu á hlutina.

Ég þekki það vel hvað skiptir máli að hafa starfsumhverfi í röð og reglu, en þarna var ég búin að missa mig og gleymdi mér í stressi en Hulda kom mér á sporið aftur...

Jæja, óska henni systur minni til hamingju með daginn, svo fær hún Addý elskuleg mágkona mín auðvitað líka hamingjuóskir því hún er 51 árs í dag! Wizard

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Risaknús "litla systir" og ég vil aðeins leiðrétta þetta með herðatréin, ég hef 3 cm á milli

Hulda Kristín

Hulda stórasystir (IP-tala skráð) 4.1.2008 kl. 08:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband