ENDURTEKIÐ EFNI ... KYNJAKVÓTI EÐA EKKI KYNJAKVÓTI ..

Kynjakvóti er æskilegur þar sem gott er að hafa bæði kynin við störf, bæði sjónarmið karla og kvenna fái að njóta sín. Kynjakvóti er ekki æskilegur þar sem t.d. vinkona mín rekur tannlæknastofu, en þar eru bara konur sem reka heila hæð af tannlæknastofum. Þar er ákveðin kvennamenning og hef ég gaman af því. Stundum þurfa karlar að fá að vera saman og stundum konur að vera saman. Mér finnst svona karlasamfélög eins og Frímúrar alveg ágæt. Held að vísu að það sé bara saumaklúbbssamfélag kallanna.

Í stjórnunarfræðum þykir bara stundum gott að hafa bæði kynin svo ef að eigandi fyrirtækis er klár, reynir hann að sjálfsögðu að finna bæði kláran kall og klára konu til að stjórna hjá sér. Fólk með hæfileika á mismunandi sviði sem vinnur vel saman. Mitt álit er að yfirleitt séu nú aðrar aðferðir hjá konum en körlum. Allt er gott í hófi og mér finnst þessi kynjakvótaumræða orðin manísk og ganga út yfir sjálfsforræði fólks.

Ef mig langar að stofna kvennafyrirtæki og ég álít að konur með mismunandi greindarsvið séu æskilegur stjórnendahópur vil ég fá að ráða í mínu fyrirtæki. Ef að karl langar til að stofna fyrirtæki og álítur að karlar með mismunandi greindir séu æskilegur stjórnendahópur þá það! .. Það kemur bara í ljós hvernig hennar/hans fyrirtæki gengur!  Það fer eftir eðli fyrirtækja og stofnana hvort að kynjakvóti á við. Hvernig þjónar það hagsmunum neytandans t.d.

Ég tel t.d. að hagsmunum sóknarbarna í kirkju sé betur þjónað með karl-og kvenpresti heldur en tveimur körlum eða tveimur konum. Sumum finnst betra að leita til karla og sumum til kvenna.

Í pólitík vil ég sjá karla og konur svona ca.  50/50 þó að vissulega séu til kallakonur og konukallar. Það eru t.d. konur sem hafa það sem köllum klassísk kallaeliment í sér og öfugt. Að sjálfsögðu á að velja það fólk sem er hæft en ekki grípa bara einhvern eða einhverja manneskju af "réttu" kyni. Held það verði ekkert vandamál í framtíðinni því núna eru konur að mennta sig, læra alls kyns stjórnun, eru sjálfar að stofna fyrirtæki svo kannski kemur þetta bara með kalda vatninu ?

Hmm... já þetta er hugsað upphátt, mér finnst við bara svo öfgakennd í umræðunum, en kannski þarf það bara til að vekja fólk til umhugsunar!

Allt í góðu og ábendingar vel þegnar


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Takk fyrir pistil, ég sammála þér að svo mörgu leyti enda finnst mér þú einstaklega skemmtilegur "kristinn bloggari" !

Sunna Dóra Möller, 8.1.2008 kl. 11:50

2 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Takk Sunna, þú ert sjálf skemmtilegur kristinn bloggari!  Við erum að vísu þrælheiðnar í augum sumra.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 9.1.2008 kl. 16:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband