Dóttir flogin til Texas ...

Það er ekki laust við að í mér hafi verið kvíði þegar litla stelpan mín (21 árs að vísu) ferðaðist til Texas í gær. Sérstaklega eftir að hafa lesið ófagrar lýsingar ungrar konu við ,,HIÐ GULLNA HLIÐ"  Ameríku nýlega, þar sem hún var hlekkjuð og niðurlægð. Dóttirin komst víst nokkuð hnökralaust í gegn þrátt fyrir einhverjar klassískar yfirheyrslur.

Sjálf er ég með króníska (þó streptókokkalausa) hálsbólgu og ef einhver á góð ráð þá endilega lát heyra! Makinn segir að ég þurfi bara snafs en ég er lítið fyrir snafsa, nema kannski á fjallatindum! Wink 

IMG_0787 (2)  IMG_0804 

Ég með ungana mína          Mamma með ungana sína (vantar einn bróður)

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Flott að stelpan komst klakklaust í gegnum hliðið.  Knús.

Jenný Anna Baldursdóttir, 9.1.2008 kl. 17:07

2 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Mikið áttu flott fólk Jóhanna! Þú ert heppin kona !

Sunna Dóra Möller, 9.1.2008 kl. 21:02

3 Smámynd: Huld S. Ringsted

Flott fjölskylda!   Eitt besta ráð sem mér hefur verið  gefið varðandi hálsbólgu er að leysa upp Strepsils hálstöflu í heitu vatni og drekka, það virkar þrælvel!

Láttu þér batna

Huld S. Ringsted, 9.1.2008 kl. 23:02

4 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Sælar mínar elskulegu, - takk fyrir athugasemdir. Fjölskyldan er það dýrmætasta í þessum heimi. Fólkið kemur fyrst og svo allt annað!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 10.1.2008 kl. 08:48

5 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

p.s. takk fyrir ráðið Huld, ég stefni annars að því að syngja eins og Bonnie Tyler!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 10.1.2008 kl. 08:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband