Litla Hraun yfirbókað ..... af körlum

Af hverju eru næstum bara karlar í fangelsi ? Hlutfallið er 95% karlar á móti 5% konur, Hvers konar misrétti er þetta eiginlega ? Af hverju fáum við konurnar ekki pláss ? Þarf ekki að setja Sóleyju í málið ?

Hver er annars ástæðan fyrir mun hærri glæpatíðni karla en kvenna ? ....Er það blái liturinn á fæðingardeildinni ? Er það kallinn á umferðarljósunum ? Eru þeir með of há laun miðað við konur ? Er það kannski vegna þess að karlar mega ekki gráta - svona almennt séð ?

Þetta er auðvitað skrifað í bæði gríni og alvöru. Hef mikið pælt í því hvernig megi draga úr glæpatíðni og hvernig við eigum að styðja við bakið á karlmönnum þessa lands til að þeir lendi ekki í þessum ógöngum glæpa og ofbeldisverka. Þýðir ekki bara að benda og segja: ,,Þú ljóti kall".. og horfa svo á fangelsin yfirfyllast..

Mínar feminisku áherslur liggja í þá áttina að setja það sem er gott í fari kvenna yfir til karlanna. T.d. það að þær fremja síður glæpi.

Konur geta lært margt af körlum, þeir flækja ekki hlutina eins og við margar konur gerum.

Well ... við erum best í bland og best ef við getum unnið saman...Erum öll í sama blómapotti ..

 ,,Together We Stand" .. Heart ,,Divided We Fall"

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Án þess að ég geti vitnað í nokkrar rannsóknir máli mínu til stuðnings, þá grunar mig að þetta misrétti stafi af skorti á tækifærum.  Konum gengur svo illa að komast í stjórnunarstöður og hafa þar af leiðandi svo fá tækifæri til að brjóta af sér.

Hitt gæti líka verið að konur fremji jafn mörg afbrot, en séu bara svo miklu klárari að þær náist aldrei.  Lögreglan er nefnlilega að mestu skipuð körlum sem eiga þá líklega erfitt með að setja sig ínn í glæpahugarheim kvenna og vita því ekki einu sinni af glæpum þeirra.

Svo getur þetta líka verið eitthvað allt annað, en samkvæmt nýjustu stöðlum er þetta alla vegna ekki jafnrétti.

G. Tómas Gunnarsson, 6.2.2008 kl. 16:46

2 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Konur hafa fengið vægari dóma en karlmenn fyrir sambærileg brot og það er oftar litið á þær sem fórnarlömb einhvers á meðan það er litið á karlmennina sem hin mestu svín

Þetta er ekkert jafnrétti. Já um að gera að fá Sóleyju til að krefjast þess að fleiri konur fái dóma og lendi í fangelsum

Margrét St Hafsteinsdóttir, 7.2.2008 kl. 00:09

3 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

já það þarf svo sannarlega að koma upp öðrum úrræðum hér en endalausum fangelsisvistum. Þá er ég auðvitað ekki að tala um nauðgara og morðingja eins og gefur að skilja

Jóna Á. Gísladóttir, 7.2.2008 kl. 01:16

4 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Sæl Jóhanna!Ég held satt að segja að konur séu bara "klókari"en við kallarnir.Þær skipuleggja hlutina betur.Og að mínu mati hæfari stjórnendur að mörgu leiti.Alverstu tollarar sem ég hef komist "tæri"við voru kvennmenn.Kært kvödd

Ólafur Ragnarsson, 9.2.2008 kl. 02:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband