Smá um lestur Biblíunnar ...

Það er forn kristin regla að lesa Biblíuna fyrst og fremst í ljósi Jesú Krists.
Jesús lét sig meira skipta andann í lögmáli Drottins en einstök boðorð. Og andinn í lögmálinu er að hans mati kærleikur, elska. Þess vegna dró Jesús merkingu allra ákvæða Gamla testamentisins saman í tvöfalda kærleiksboðorðið: „Elska skalt þú Drottin Guð þinn af allri sálu þinni, öllu hjarta þínu, öllum mætti þínum og öllum huga þínum og elska skalt þú náunga þinn eins og sjálfan þig.

Boðorðið um skilyrðislausan kærleika stendur þar með ofar öllum einstökum boðorðum. Þetta kom líka fram í afstöðu Jesú til helgi hvíldardagsins. Hann læknaði oft á hvíldardegi vegna þess að neyð fólks krefðist meira af mönnum en ákvæði um helgi hvíldardagsins. „Hvíldardagurinn varð til mannsins vegna en ekki maður vegna hvíldardagsins!“ sagði hann meðal annars(Markúsarguðspjall 2. kapítuli, 27. vers). Þá lýsti hann líka alla fæðu hreina og afnam þar með ákvæði Gamla testamentisins um fæðuforskriftir (sjá Markúsarguðspjall 7.19).

Í ljósi þessa hafa kristnir menn álitið að þeir yrðu að túlka öll ákvæði í lögmáli Gamla testamentisins í ljósi Krists og boðorðsins um kærleika.

Tekið af Vísindavefnum - stytt úr svari Dr. Einars Sigurbjörnssonar. Feitletranir eru mínar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góð lesning fyrir svefninn...takk. Skjáumst...gb

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 6.2.2008 kl. 23:08

2 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Samt er alltaf svo mikil gagnýni úr ákveðinni átt þegar kristni lesa einmitt ákveðin vers í ritningunni í ljósi Krists. Í minum huga er það eitthvað svo eðlilegt fyrir kristna manneskju að gera, nota kærleikann sem túlkunarlykil!

hafðu það gott í óveðrinu í dag

Sunna Dóra Möller, 7.2.2008 kl. 08:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband