Draumur eða ....... ?

Kitlandi sólargeislar og kaffiilmur vöktu mig, ég leit upp og sá hvar fislétt hvít gluggatjöldin sveifluðust í frönsku hurðunum sem stóðu opnar út í garðinn, þau buðu volgan Miðjarðarhafsvindinn velkominn inn í svefniherbergið. Smáfuglar sungu úti, buðu góðan dag og flögruðu milli trjánna.

Sólblómin brostu í beðunum.... Ég teygði úr mér, teygði mig í dvd spilarann og setti lagið um gylltu akrana hennar Evu Cassidy í gang.. kling, kling, kling....hvaða truflun var þetta í geislaspilaranum ? .. æi, þetta hljóð þekkti ég allt of vel, ég snúsaði og reyndi að komast aftur í drauminn en það var tilgangslaust. Vafði sænginni þétt um mig og hlustaði á haglélið berja rúðuna, vindinn ýlfra inn um óþéttan gluggann. Myrkrið minnti mig á að það var vetur og hundar nágrannans geltu til að undirstika raunveruleikann...

...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halla Rut

Halla Rut , 10.2.2008 kl. 22:18

2 Smámynd: Sunna Dóra Möller

.....gæti verið draumurinn minn......

Sunna Dóra Möller, 10.2.2008 kl. 22:21

3 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Ljóðrænt blogg. Lovely 





Ingibjörg Friðriksdóttir, 10.2.2008 kl. 22:35

4 Smámynd: Huld S. Ringsted

Minn draumur allar nætur og alla daga................svona draum langar mann ekki til þess að vakna upp af

Huld S. Ringsted, 10.2.2008 kl. 22:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband